Fréttir
gróin hlíð speglast í kyrru vatni
Í Álftavatnskróki.

Dagur íslenskrar náttúru

Fjölbreytt verkefni víða um landið

16.9.2016

Þema Dags íslenskrar náttúru 2016 er vættir. Þetta ævaforna viðhorf á að vera okkur hvatning til vöktunar og verndunar landsins.

Í ávarpi umhverfisráðherra segir:

"Sögur af vættum sem búa í og vaka yfir íslenskri náttúru hafa ætíð verið ríkur þáttur í íslenskri menningu. Við þekkjum frásagnir af huldufólki og tröllum, fossbúum, nykrum, vatnavættum, sjávarverum og öðrum fyrirbærum sem sagt er að búi í íslenskri náttúru. Allt til okkar tíma hefur fólk séð móta fyrir andlitum og furðuverum í stokkum og steinum úfinnar íslenskrar náttúru og sögur af þeim hafa endurómað allt frá baðstofuloftum fyrri tíma til ferðamannahópa nútímans. Fyrir utan skemmtigildi þessara sagna hafa þær gegnt margþættu hlutverki, s.s. að hindra náttúruspjöll og að koma í veg fyrir að börn og fullorðnir færu sér að voða á hættulegum stöðum í náttúrunni."

Dagskrána má sjá á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Hún felur í sér fjölbreytt verkefni víða um landið, sem dreifast yfir á helgina til að gefa fleirum færi á þátttöku.

Viðurkenningarnar

Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins voru að þessu sinni veitt útvarpsþættinum Samfélaginu sem er á dagskrá Rásar 1 á RÚV hljóðvarpi.

Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti hlutu annars vegar hjónin Kolbrún Úlfsdóttir og Jóhannes Haraldsson á Hótel Rauðuskriðu í Aðaldal og hins vegar Stella Guðmundsdóttir í Heydal í Mjóafirði.

Um rökstuðninginn fyrir þessu ágæta vali má lesa á vef ráðuneytisins.

Vökul augu
fuglar á ísilögðu vatni
Svanir og æðarfugl ofan við Elliðaárstíflu 27. mars 2011; líklega árvissir gestir. Ljósmynd: Guðrún Pálsdóttir.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica