Fréttir
Breyttur tími á lestri sjóveðurfrétta
Fluttar að loknum fréttum klukkan 5:03
Sjóveðurfréttir eru nú lesnar klukkan 5:03 að loknum fimm fréttum alla daga á Rás 1 hjá RÚV. Áður voru þær lesnar klukkan 4:30. Með breytingunum verða allir veðurfréttatímar í kjölfar útvarpsfrétta á RÚV, en það fyrirkomulag er talið henta notendum betur. Eftir sem áður er nýjasta sjóveðurspáin ávallt aðgengileg á vefnum okkar.