Fréttir
Grófar útlínur flóðanna sem féllu í morgun miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir núna. Flóðið sem er merkt með brotalínu féll vestan við leiðigarða við Urðarteig yfir Strandgötu og í sjó fram. Þá féll flóð úr Nesgili, utarlega í bænum, á nokkur íbúðarhús við göturnar Starmýri og Hrafnsmýri, og bjargaðist fólk sem statt var í þessum húsum án alvarlegra slysa. Flóð úr Bakkagili stöðvaðist skammt ofan byggðarinnar við Gauksmýri.