Fréttir
Umfangsmikil snjóflóðavarnarvirki hafa verið reist á Siglufirði á síðustu rúmum tveimur áratugum. Leiðigarðarnir Stóri- og Litli-Boli verja suðurhluta bæjarins fyrir snjóflóðum úr Jörundarskrál og Strengsgiljum. Þvergarðar hafa verið reistir í hlíðarfætinum ofan endilangrar byggðarinnar og um 4,5 km stoðvirkja hafa verið reistir á hugsanlegum upptakasvæðum snjóflóða ofar í hlíðinni.
Ljósmynd: © Árni Jónsson, 28.10.2018.