Miklir jarðskjálftar hófust 16. ágúst 2014 í Bárðarbungu. Eldgos hófst svo í Holuhrauni hinn 29. ágúst. Myndin er tekin 31. janúar 2015; hraunflæmið þá þegar orðið nærri 85 ferkílómetrar að stærð. Nú, mánuði síðar, 28. febrúar 2015, lýsir vísindamannaráð því yfir að eldgosinu sé lokið.