Fréttir
Upptök stærstu skjálftanna norðaustur af Grímsey 2. apríl 2013 eru sýnd með svörtum stjörnum. Nokkrir aðrir skjálftar í skjálftaröðinni eru sýndir með rauðleitum hringjum. Meginskjálftinn er á norðlægu vinstrihandar sniðgengi. Næststærsti skjálftinn er um 7,5 km norðvestan við meginskjálftann og er hann á siggengi. Brúnu strikalínurnar sýna Húsavíkurmisgengið og brúnu punktalínurnar eldstöðvakerfi (P. Einarsson og K. Sæmundsson, 1987). Einnig eru sýnd nokkur önnur misgengi á svæðinu með svörtum línum (McMaster ofl. 1977).