Fréttir
Kortið sýnir upptök jarðskjálfta á tímabilinu 19. - 20. september (ljósgráir hringir) , 20. - 21. október (rauðir hringir) og 22. - 23. október (skjálftar stærri en 2, grænir hringir). Stærsti skjálftinn, 5,6 að stærð, er táknaður með svartri stjörnu. Blár hringur er dregin utan um skjálftana sem urðu að morgni 22. október og austar en meginþyrpingin. Sveru örvarnar ofarlega á kortinu sýna rekstefnuna og örvarnar við Flateyjarskaga sýna hreyfistefnuna um Húsavíkur-Flateyjarmisgengið. Einnig eru sýnd nokkur önnur misgengi á svæðinu með svörtum línum.