Fréttir
Þessi mynd er tekin úr austri á hádegi 27. apríl 2010; gosstrókinn leggur til vestnorðvesturs. Yfirborð jökulsins er svart af ösku. Hvítu mekkirnir eru vatnsgufa sem hraunið eimar en dökki mökkurinn er öskuhlaðinn. Úr honum sáldrast það grófasta næst gígnum en fínni hlutinn stígur ofar, berst undan vindi og hverfur sjónum. Gosmökkurinn nær hærra heldur en sést á þessari mynd. Flogið var með flugfélaginu Ernir.