Fréttir
Loftmynd tekin til norðurs 18. október 2001. Á þeim tíma hafði Snæfellsjökull þá þegar hopað mikið og þynnst. Myndin sýnir skýr ummerki um hörfun jökulsins utan þáverandi jaðars og jökulsker innan jaðarsins sem komið höfðu í ljós á næstliðnum árum og áratugum. Breytingar á jöklinum hafa verið mældar á einum stað árlega síðan 1931 á vegum Veðurstofunnar og Jöklarannsóknafélags Íslands. Það sem af er þessari öld hefur jökullinn rýrnað ört og er honum ekki ætlað langlífi. Fingraðir hraunstraumar sjást í hlíðum eldkeilunnar sem síðast gaus fyrir um 1750 árum. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson.