Fréttir
Ársfundur Veðurstofunnar var vel sóttur
Frá ársfundi Veðurstofunnar 2019. Fundurinn hefur að öllu jöfnu verið haldinn í mars og hann hafa sótt fjöldi samstarfsaðila og starfsmanna.

Ársfundi Veðurstofunnar frestað

Unnið eftir hækkuðu viðbúnaðarstigi vegna COVID-19 veirunnar

10.3.2020

Veðurstofa Íslands hefur það hlutverk að stuðla að bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar. Því fylgir mikil ábyrgð sem felur meðal annars í sér sólarhringsvöktun, rekstur mælakerfis og miðlun upplýsinga. Veðurstofan vinnur nú eftir hækkuðu viðbúnaðarstigi til að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar á starfsstöðvum stofnunarinnar, svo komi megi í veg fyrir röskun á mikilvægri þjónustu Veðurstofunnar.

Ársfundur Veðurstofunnar hefur að öllu jöfnu verið haldinn í mars og hann hefur sótt fjöldi samstarfsaðila og starfsmanna. Með hliðsjón af viðbragðsáætlunum Veðurstofunnar og tilmælum embættis Landlæknis hefur verið gripið til þeirra varúðarráðstafana að fresta ársfundi um óákveðinn tíma. Árshátíð starfsmanna sem halda átti 21. mars hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma.

Veðurstofan mun halda áfram að vinna eftir viðbragðsáætlunum til minnka líkur á smiti meðal starfsmanna ásamt því að fylgjast með tilmælum Almannavarna og embætti Landlæknis.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica