Nýr farsímavefur
... veðrið í hendi
Fyrsta útgáfan af farsímavef Veðurstofunnar er komin í loftið.
Slóðin á íslenska vefinn er m.vedur.is og slóðin á enska vefinn er m.en.vedur.is.
Þessi fyrsta útgáfa inniheldur textaspár, staðaspár og veðurathuganir. Þetta eru mest sóttu gögnin á aðalvefnum þannig að þessi útgáfa ætti að vera hagnýt fyrir marga.
Í júlí munu veðurþáttaspár, nýlegir jarðskjálftar og rennsli í nokkrum helstu ám bætast við.
Vefurinn á að muna eftir síðustu veðurstöðvum og svæðum sem notandinn skoðaði. Þetta er því miður ekki virkt ennþá vegna takmarkana í vefumsjónarkerfinu.