Fréttir

Saman erum við sterkari

14.1.2026

Samstarf Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands 
í rannsóknum og vöktun á náttúruvá
 

Háskóli Íslands og Veðurstofa Íslands boða til kynningarfundar þriðjudaginn 20. janúar kl. 14–16 í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Á fundinum verður kynnt hið umfangsmikla og margþætta samstarf HÍ og Veðurstofunnar á sviði rannsókna, uppbyggingar rannsóknainnviða og vöktunar náttúruvár. Samstarf stofnananna gegnir mikilvægu hlutverki í að efla vísindalega þekkingu, styrkja viðbúnaðargetu samfélagsins og tryggja að ákvarðanir sem varða öryggi almennings, innviða og mannvirkja byggi á traustum gögnum og rannsóknum.

Einnig verða veittar upplýsingar um doktorsstyrk Veðurstofu Íslands og kynnt verða valin samstarfsverkefni sem sýna hvernig menntun, rannsóknir og vöktun vinna saman í þágu samfélagsins.

DAGSKRÁ

Ávörp – Mikilvægi og umfang samstarfs HÍ og Veðurstofu Íslands
Silja Bára R. Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands
Hildigunnur H. H. Thorsteinsson, forstjóri Veðurstofu Íslands

Langtímauppbygging rannsókna og rannsóknainnviða í jarðvísindum
Kristín S. Vogfjörð
Freysteinn Sigmundsson

Icelandic E-Research Infrastructure (IREI) og hýsing tölvukerfa á VÍ
Guðmundur Kjærnested
Ingvar Kristinsson

Áhættumat vegna jökulhlaupa
Bergur Einarsson
Magnús Tumi Guðmundsson

Myndbandsinnlegg

ICELINK og samstarf á sviði jöklarannsókna
Guðfinna Aðalgeirsdóttir
Hrafnhildur Hannesdóttir

Artificial Intelligence Factory Antenna Iceland
Morris Riedel
Matthew J. Roberts

Fundarstjóri
Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs

Um myndbandsinnleggið
Í myndbandinu segja starfsmenn Veðurstofu Íslands, sem lokið eða eru í doktorsnámi við Háskóla Íslands, frá doktorsverkefnum sínum og tengingu þeirra við starf stofnunarinnar í dag: Milad Kowsari, Tarek A. M. Zaqout og Bryndís Ýr Gísladóttir.

Í lok fundar verða léttar veitingar og tækifæri til samtals.


Samstarfsnefnd um samning HÍ og VÍ um nám, kennslu og rannsóknir stendur að fundinum.


Saman-erum-vid-sterkari-113






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica