Að kvöldi 21. júlí 2014 féll stórt berghlaup úr Suðurbotnum í Öskju niður í Öskjuvatn. Hlaupið er eitt stærsta berghlaup á sögulegum tíma á Íslandi. Hér má finna fyrstu niðurstöður ásamt fjölda mynda, korta og línurita með skýringartextum varðandi þennan atburð.
Mikill snjór var til fjalla í vetur víða á landinu. Snjó hefur leyst jafnt og þétt síðasta mánuðinn án mikilla vatnsflóða. Við þessar aðstæður má búast við stöku aurskriðum en erfitt getur verið að spá fyrir um hvar þær falla. Ferðafólk ætti að huga vel að aðstæðum þar sem það fer um, reikna með mögulegum vatnavöxtum í ám og lækjum og fara varlega í kringum vatnsósa hlíðar.
Lesa meiraSnjóflóð úr Rangala í Lónafirði náðist á mynd vorið 2013.
Um mánaðamótin maí - júní 2013 féllu fjórar stórar jarðvegsskriður og fleiri smærri í Kaldakinn að austanverðu. Þetta er við svokallaðan norðausturveg milli Akureyrar og Húsavíkur. Ekki eru til sögulegar heimildir um skriðuföll á þessum stað í Kinninni en vitað er að stórar skriður hafa fallið annarsstaðar í dalnum.
Lesa meiraMjög stór snjóflóð féllu þann 30. apríl 2013 í Skeggjabrekkudal norðan við Ólafsfjörð. Hið stærra féll úr gili nokkru innan við munna Héðinsfjarðarganga og náði niður í ána sem rennur eftir Skeggjabrekkudal. Annað féll úr næsta gili fyrir utan en það náði ekki eins langt niður á jafnsléttu. Þarna féllu einnig flóð árið 2010.
Lesa meiraÍ Innra- og Ytra-Tröllagili í fjallshlíðinni ofan Neskaupstaðar hafa verið reist stoðvirki til þess að binda snjóþekjuna og koma í veg fyrir að snjóflóð fari af stað ofan byggðarinnar. Einnig hafa verið reist stoðvirki til þess að verja byggð á Siglufirði og í Ólafsvík. Áformað er að reisa umfangsmikil stoðvirki víðar á landinu á næstu árum en þau eru mest notaða snjóflóðavörn í heiminum.
Lesa meiraÁ vef Veðurstofunnar er að finna upplýsingasíðu um snjóflóð og snjóflóðahættu undir bláa flipanum Snjóflóð. Þar er birt reglulega snjóflóðaspá fyrir valin landssvæði. Notast er við alþjóðlegan snjóflóðahættukvarða og er hættunni skipt upp í fimm stig: lítil, nokkur, töluverð, mikil og mjög mikil hætta. Það er von þeirra sem starfa á snjóflóðavakt Veðurstofunnar að þessari upplýsingasíðu verði vel tekið og að hún komi til með að draga úr áhættu fólks vegna snjóflóða.
Lesa meiraSérstök snjóflóðaspá er gefin út tvisvar í viku fyrir þrjú landsvæði: Norðanverða Vestfirði, utanverðan Töllaskaga og Austfirði. Snjóflóðaspáin getur gagnast þeim sem ferðast um fjalllendi að vetrarlagi og fleirum sem þurfa að taka ákvarðanir sem tengjast snjóflóðahættu. Tilgangurinn er að draga úr áhættu almennings vegna snjóflóða.
Lesa meiraVeðurstofa Íslands býður til opins fræðslufundar um snjóflóðamál sem haldinn verður í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði fimmtudaginn 11. október kl. 17:30. Sagt verður frá verkefnum Veðurstofu og Snjóflóðaseturs. Einnig verður fjallað um varnarvirki og snjódýptarmælingar á upptaka-svæðum. Áætlað er að dagskráin taki um klukkutíma og eru allir velkomnir.
Lesa meiraStörf snjóathugunarmanna eru krefjandi. Þeir þurfa að taka afstöðu til snjóflóðahættu í vetrarveðrum með fáar upplýsingar að leiðarljósi en eru þjálfaðir í að meta aðstæður og bjarga fólki. Ráðleggingar þeirra eru mikilvægt innlegg í erfiðar ákvarðanir snjóflóðavaktar Veðurstofunnar hvað varðar snjóflóðahættu, aurskriður og mögulegar rýmingar og oft kemur það í þeirra hlut að útskýra ákvarðanirnar fyrir heimamönnum. Um tuttugu snjóathugunarmenn starfa fyrir Veðurstofuna víðsvegar um landið.
Lesa meiraHætta á snjóflóðum skapast oftast í tengslum við aftakaveður að vetrarlagi með mikilli snjókomu og skafrenningi.
Lesa meiraÍ gagnasafni Veðurstofu Íslands er stærð snjóflóða skráð skv. flokkun sem er upprunnin í Kanada. Flokkunin hefur lítillega verið staðfærð hvað varðar lýsingu á áhrifum flóðs.
Lesa meiraUpplýsingar um ofanflóð eru skráðar á Veðurstofu Íslands. Þar eru, auk tímasetningar og staðsetningar flóðanna, skráðar ýmsar tölulegar upplýsingar um flóðin og athugasemdir um tjón.
Lesa meiraOfanflóðahættumat á Íslandi miðast við einstaklingsbundna áhættu. Hún er skilgreind sem árlegar líkur á því að einstaklingur sem býr á ákveðnum stað farist í snjóflóði.
Lesa meiraAð kvöldi 21. júlí 2014 féll stórt berghlaup úr Suðurbotnum í Öskju niður í Öskjuvatn. Hlaupið er eitt stærsta berghlaup á sögulegum tíma á Íslandi. Hér má finna fyrstu niðurstöður ásamt fjölda mynda, korta og línurita með skýringartextum varðandi þennan atburð.
Mikill snjór var til fjalla í vetur víða á landinu. Snjó hefur leyst jafnt og þétt síðasta mánuðinn án mikilla vatnsflóða. Við þessar aðstæður má búast við stöku aurskriðum en erfitt getur verið að spá fyrir um hvar þær falla. Ferðafólk ætti að huga vel að aðstæðum þar sem það fer um, reikna með mögulegum vatnavöxtum í ám og lækjum og fara varlega í kringum vatnsósa hlíðar.
Lesa meiraSnjóflóð úr Rangala í Lónafirði náðist á mynd vorið 2013.
Um mánaðamótin maí - júní 2013 féllu fjórar stórar jarðvegsskriður og fleiri smærri í Kaldakinn að austanverðu. Þetta er við svokallaðan norðausturveg milli Akureyrar og Húsavíkur. Ekki eru til sögulegar heimildir um skriðuföll á þessum stað í Kinninni en vitað er að stórar skriður hafa fallið annarsstaðar í dalnum.
Lesa meira