Nú fyrir skemmstu varð Veðurstofa Íslands 90 ára, en hún telst hafa tekið til starfa 1. janúar 1920. Starfsstöðvar Veðurstofu Íslands í Reykjavík eru á Bústaðavegi 9 og Grensásvegi 9. Ennfremur rekur stofnunin útibú á Ísafirði þar sem einkum er fengist við ofanflóðaverkefni og gerðar eru veðurathuganir og fleiri mælingar í starfsstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Þá rekur stofnunin athugunarkerfi og mælistöðvar um allt land.
Lesa meiraÁ Íslandi verða jökulhlaup oftar en annars staðar vegna sérstæðs samspils jökla og eldgosa. Rík ástæða var til að koma upp viðvörunarkerfi, sem varar við vatnavöxtum, svo sem gert hefur verið á Veðurstofu Íslands. Þannig fæst nokkurra klukkustunda eða jafnvel meira en sólarhrings forskot til að bregðast við yfirvofandi vá.
Lesa meiraÍ desember 2010 héldu bæði Ríkisútvarpið og Veðurstofan upp á stórafmæli sín, RÚV 80 ára og VÍ 90 ára. Í hljóðskrám sem hér fylgja má hlusta á örfá dæmi um samvinnu þessara tveggja stofnana sem báðar eiga sinn sess í þjóðarsálinni.
Lesa meiraAfmælisfundur Veðurstofu Íslands var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu hinn 14. desember 2010. Um 150 manns sátu fundinn.
Lesa meira