Myndskeið: eldgosin 2010 og saga Veðurstofu
Veðurstofa Íslands 90 ára
Eldgosin vorið 2010
Samsett myndskeið frá eldgosunum á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli vorið 2010. Þetta var sýnt á Vísindavöku RANNÍS 24. september 2010 og tekur sýningin um 9 mín. Myndirnar eru bæði teknar/unnar af starfsfólki Veðurstofunnar og öðrum og er hinna síðarnefndu getið í lokin. Þetta myndskeið má einnig skoða á .swf-formi (100 Mb).
Myndir úr sögu Veðurstofu Íslands
Myndirnar sýna fjölbreytt starfssvið Veðurstofunnar. Elsta myndin er frá 1918 og þær yngstu frá 2010. Þær má einnig skoða á ppt-formi.
Ljóst er að aðeins er sýnt lítið brot af þeim fjölþættu verkefnum sem unnið hefur verið að í tímans rás. Flestar myndirnar tóku starfsmenn Veðurstofunnar en aðrir hafa einnig sent stofnuninni myndir og veitt Veðurstofunni góðfúslega leyfi til að varðveita þær og birta; þeim er öllum þakkað.
Það er von okkar að fólk hafi bæði gagn og gaman af að skoða myndirnar og fái nokkra innsýn í starfsemi stofnunarinnar.
Fleiri greinar
Lesa má fleiri greinar, sem skrifaðar hafa verið í tilefni af 90 ára afmæli Veðurstofunnar.