Veðurstofa Íslands 90 ára
svart hvít ljósmynd
Jón Eyþórsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, 1926-1965.

Útvarpserindi um viðfangsefni Veðurstofunnar

Veðurstofa Íslands 90 ára

Jóhanna Margrét Thorlacius 22.12.2010

Í desember 2010 héldu bæði Ríkisútvarpið og Veðurstofan upp á stórafmæli sín, RÚV 80 ára og VÍ 90 ára. Á slíkum tímamótum er rétt að líta yfir farinn veg og skoða að nýju eldra efni.

Í hljóðskrám, sem hér eru birtar með góðfúslegu leyfi RÚV til einkanota, má hlusta á örfá dæmi um samvinnu þessara tveggja stofnana sem báðar eiga sinn sess í þjóðarsálinni.

Jón Eyþórsson veðurfræðingur les veðurfregnir um miðjan fjórða áratuginn. Einnig er hér að finna viðtal hans við Hjalta Jónsson frá Hólum í Hornafirði sem tekið var árið 1940.

Síðan má heyra lýsingu Jóns á hafískönnunarflugi með Gullfaxa árið 1953 og jöklamælingum árið 1954 en þá er Jöklarannsóknafélagið að taka við umsjón mælinganna.

Teresía Guðmundsson, veðurstofustjóri 1946 - 1963, er nýársgestur Ríkisútvarpsins í desember árið 1955. Hér má heyra ávarp Teresíu.

Sigurjón Rist flutti fræðsluerindi í Ríkisútvarpið um vatnsföll og vatnamælingar. Hér má heyra erindi Sigurjóns um Skeiðará og Grímsvötn frá 1965 og um árnar á Skeiðarársandi frá 1972.

Lesa má fleiri greinar í málaflokknum Veðurstofa Íslands 90 ára.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica