Nýjar fréttir

Hlaup úr Mýrdalsjökli. Hlaupið hefur ekki náð hámarki við þjóðveg 1

Aukning í rafleiðni fór að mælast í Skálm í nótt og í morgun mátti sjá aukinn óróa undir jöklinum. Jökulhlaup fór svo að mælast í ánni Skálm um kl. 13:20 í dag og það var stórt hlaup, mögulega stærra en síðasta stóra hlaup sem var árið 2011 og kom undan Kötlujökli í austanverðum Mýrdalsjökli. Ekkert er hægt að fullyrða um hvenær megi búast við að hlaupið nái hámarki. Í hlaupi sem varð 2011 liðu um 10 klukkustundir frá því að mikill samfelldur órói mælist þangað til að hlaupvatn kom undan jöklinum. Ekki er hægt að fullyrða að þetta hlaup sem nú er í gangi hagi sér á sambærilegan hátt og hlaupið 2011. Það er þó líklegast að þetta hlaup núna hafi ekki náð hámarki og umtalsvert meira hlaupvatn eigi eftir að koma undan jöklinum.

Lesa meira

Líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi fara vaxandi

Uppfært 26. júlí kl. 10:30

Skjálftavirknin síðustu daga hefur aukist lítillega en er enn frekar lítil. Rúmlega 30 skjálftar hafa mælst í grennd við kvikuganginn í Sundhnjúksgígaröðinni síðastliðinn sólarhring og tæplega 130 síðastliðna viku. Flestir þeirra eru undir einum að stærð og eru á svipuðum slóðum og í fyrri atburðum. Til samanburðar mældust að öllu jöfnu rúmlega 50 skjálftar daglega í aðdraganda síðasta goss. Nýjustu GPS gögn og gervitunglamyndir staðfesta að landris og kvikusöfnun heldur áfram á nokkuð jöfnum hraða ef horft er til síðustu vikna. Ef hraðinn helst óbreyttur, má gera ráð fyrir nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu tveimur vikum.

Lesa meira

Mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hefur á landsvísu í júlímánuði mældist í Grundarfirði

Um liðna helgi, 13.-14. júlí, var mikið vatnsveður á Vesturlandi. Gul viðvörun var í gildi vegna úrkomu og vinds á Faxaflóa og í Breiðafirði, og var að sama skapi varað við vatnavöxtum og skriðuhættu.

Spár rættust og varð það svo að mikil úrkoma var á Snæfellsnesi og Barðaströnd um liðna helgi. Mesta ákefðin var á laugardeginum og aðfaranótt sunnudags. Í Grundarfirði mældist mesta úrkoman, þ.e. 227 mm af regni sem er mesta úrkoma sem mæld hefur verið á einum sólarhring í Grundarfirði og jafnframt mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu

Lesa meira

Ragnar Stefánsson jarðsunginn í dag

Ragnar Stefánsson fæddist í Reykjavík þann 14. ágúst 1938. Hann lést á Landspítalanum þann 25. júní sl. á 86. aldursári. Alla starfsævi sína var meginverksvið Ragnars fólgið í vöktun á jarðskjálftum og eldgosum, sem og að rannsóknum sem höfðu það að markmiði að draga úr hættu af völdum þessara þátta. Á þessu sviði var hann í forystusveit á alþjóðlegum vettvangi.

Lesa meira

Tíðarfar í júní 2024

Júní var tiltölulega kaldur á landinu öllu, sérstaklega norðaustanlands. Nokkuð langvinnt norðanhret gekk yfir landið í byrjun mánaðar. Óvenjumikið snjóaði á norðanverðu landinu miðað við árstíma sem olli töluverðum vandræðum. Bændur lentu í tjóni, einhvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum.


Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica