Nýjar fréttir

Skriðuvirkni í Innra-Hólafjalli

Þann 24. nóvember barst Veðurstofu Íslands ljósmynd af skriðu sem hafði nýlega fallið ofarlega í Innra-Hólafjalli ofan Eskifjarðar. Í ljósi þess að hiti hafði verið vel undir frostmarki í fjallahæð og talsvert hafði snjóað síðustu vikur þótti þessi skriða óvenjuleg. Út frá drónamyndum hefur verið áætlað að heildarrúmmál skriðuefnisins sé um 130.000 m³ og að úthlaupslengd skriðunnar sé um 450 m.

Lesa meira

Fyrsta aðlögunaráætlun íslenskra stjórnvalda samþykkt

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur gefið út fyrstu aðlögunaráætlun íslenskra stjórnvalda vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Áætlunin markar mikilvægt skref í því að styrkja getu íslensks samfélags til að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga og byggir á bestu vísindalegu þekkingu. Veðurstofa Íslands gegnir lykilhlutverki í mótun og innleiðingu áætlunarinnar, meðal annars með eflingu loftslagsþjónustu og þróun samræmdrar aðferðafræði við viðkvæmni- og áhættumat vegna loftslagsbreytinga.

Lesa meira

Nýjar vefsíður fyrir snjóflóðaspár komnar í loftið

Veðurstofan hefur sett nýjar síður fyrir svæðisbundnar snjóflóðaspár í loftið. Nýja síðan er miðlægur vettvangur fyrir allar upplýsingar frá snjóflóðavaktinni, þar sem snjóflóðahætta er sett fram á skýran og aðgengilegan hátt, með kortum, spám og vöktun. Framsetningin á spám og kortum er einnig hönnuð með þarfir farsímanotenda í huga og með bættum og þysjanlegum kortum og fleiri gagnvirkum þekjum.

Lesa meira

Skaftárhlaup í rénun

Skaftárhlaup er í rénun og hefur rennsli við Sveinstind farið hægt lækkandi yfir helgina og mælist nú um 76 rúmmetrar á sekúndu (m3/s) við Sveinstind. Lesa meira

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Kvikusöfnun undir Svartsengi er með svipuðu sniði og verið hefur síðustu vikurnar. Í aðdraganda eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni hefur hraði kvikusöfnunar verið breytilegur. Sé litið til síðustu eldgosa sýna líkanreikningar að smám saman hefur dregið úr hraða innflæðis með hverju eldgosi. Hraðinn hefur þó haldist nokkuð stöðugur síðustu tvær vikur. Á meðan að kvikusöfnun er til staðar eru áfram auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi, en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Óvissan um tímasetningu miðað við hraða kvikusöfnunar núna hleypur á nokkrum mánuðum.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica