Nýjar fréttir

Úrkoma og úrkomuákefð í vatnsveðrinu á austanverðu landinu í september.

Veðurlíkan Veðurstofu Íslands spáði mikilli úrkomu á austanverðu landinu, einkum á norðanverðum Austfjörðum. Þann 18. og 19. september síðastliðinn var lægð á austurleið fyrir sunnan land en sömuleiðis nálgaðist landið hlý lægð úr suðaustri. Veðraskil tengd þessum lægðum báru mikla úrkomu inn á austanvert landið, einkum Austfirði

Lesa meira

Skýrslan Loftslagsþolið Ísland kynnt í gær

Loftslagsþolið Ísland er yfirskriftin á skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið. Skýrslan inniheldur tillögur stýrihóps sem skipaður var af ráðuneytinu í október 2022 um gerð landáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum. Eins og segir í skýrslunni þá er nauðsyn aðlögunaraðgerða orðin veruleiki vegna hlýnunar loftslags og súrnunar sjávar á þessari öld og því þarf að líta til loftslagsþols byggðar, innviða, atvinnuvega og seiglu mismunandi hópa fólks og lífríkis frammi fyrir loftslagsbreytingum.

Lesa meira

Viðvaranir í sumar færri en síðustu ár

Sumarið 2023 var fremur viðburðalítið er kemur að veðurviðvörunum, en einungis sjö gular viðvaranir voru gefnar út þetta sumarið og voru þær allar vegna vinds. Þær skiptast þannig að fimm voru gefnar út í júní, tvær í júlí, en engin viðvörun var gefin út í ágúst mánuði. Sumarið sker sig út er horft er til baka, en síðastliðin fimm sumur voru um 36 viðvaranir gefnar út að jafnaði.

Lesa meira

Merki um landris á Reykjanesskaga

Merki um landris er farið að sjást á Reykjanesskaga eftir að eldgosinu við Litla Hrút lauk

siðan byrjun águst.  Sérfræðingar á Veðurstofunni segja að þeim sýnist á GPS-mælum að landrisið sé á svipuðum slóðum og fyrir síðasta gos í sumar. Þó er aflögun ennþá of litil til að hún sjáist á gervitunglamyndum. Líklegast erum við að horfa á þessa langtímaviðvörun sem við höfum áður haft. Land hefur tekið að rísa um leið og fyrri tveimur gosum lauk en eitthvað hægara en vísbendingar benda til nú.

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2023

Ágúst var hlýr um meginhluta landsins, nema allra austast. Það var óvenju hægviðrasamt og úrkoma undir meðallagi. Það var mjög þurrt fram eftir mánuðinum, sérstaklega á Norður- og Austurlandi. Á mörgum stöðum mældist meirihluti mánaðarúrkomunnar á einum til tveimur sólarhringum seint í mánuðinum.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica