Nýjar fréttir

Á meðan land rís við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi

Uppfært 8. desember, kl. 16:30

Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið. Land heldur áfram að rísa á sama hraða og síðustu daga. Á meðan að kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi.

Lesa meira

Veðurstofan stendur fyrir viðburði á COP28

Hvert er hlutverk ríkisvaldsins þegar kemur að aðlögun að loftslagsbreytingum? En sveitarstjórnastigsins? Hvernig getum við fest aðlögun að loftslagsbreytingum í sessi þegar kemur að ákvörðunum til framtíðar? Hvernig komum við auga á samlegð á milli mótvægisaðgerða og aðlögunar? Hvernig er norrænu samstarfi háttað og hvaða tækifæri felast í frekara samstarfi um aðlögun að loftslagsbreytingum? Hvaða áhrif geta Norðurlöndin haft á alþjóðavísu á sviði aðlögunar?

Þessar spurningar og margar fleiri verða ræddar á hliðarviðburði sem skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar stendur fyrir í Norræna skálanum á COP28 í Dubai. Viðburðurinn fer fram þann 9. Desember en einnig verður hægt að fylgjast með honum í streymi í gegnum þennan hlekk.

Lesa meira

Tíðarfar í nóvember 2023

Nóvember var þurr um land allt og tíðarfar gott. Það var hlýtt á sunanverðu landinu en kaldara norðanlands. Austlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum en það var tiltölulega hægviðrasamt.

Lesa meira

Hitafar ársins 2023

Síðustu mánuðir eru óvenjuheitir og byggt á því er reiknuð hitaspá fyrir árið 2023. Líklega verður hnattrænn hiti ársins 1,43 ± 0,04°C  umfram meðaltal áranna 1850 – 1900. Þessar niðurstöður byggja á fyrstu 10 mánuðum ársins. Þetta er 0,1°C heitara en síðasta  metár, en í Parísarsamningnum  er má finna loforð um að  “halda hækkun á hitastigi á heimsvísu vel undir 2°C yfir gildum fyrir iðnvæðingu og fylgja eftir viðleitni til að takmarka hækkun hitastigs við 1,5°C”. Hlýnun jarðar síðustu áratugi má reka til losunar gróðurhúsalofttegunda. Nokkurra ára fresti bætist svo við hlýnun sem drifin er af veðurfarsfyrirbærinu El Nino, og í ár gætir einmitt El Nino. Þar sem mörg ár líða á milli öflugra El Nino atburða veldur hnattræn hlýnun í millitíðinni því að þau verða yfirleitt metár.

Lesa meira

Hlýjasti október síðan mælingar hófust

Október 2023 var hlýjasti október mánuður sem mælst hefur á heimsvísu. Yfirborðshiti var að meðaltali  15,3 °C, sem er 0,85  °C yfir meðaltali samanburðartímabilsins 1991-2020 fyrir október og 0,4 °C  yfir fyrra meti, sem var október 2019. Hitafrávik á jörðinni fyrir október 2023 var það næst hæsta sem sést hefur síðan mælingar hófust, en metið á september mánuður þessa árs.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica