Nýjar fréttir

Mesta snjódýpt í Reykjavík í október frá upphafi mælinga

Morgunmælingar Veðurstofunnar sýna að snjódýptin í Reykjavík mældist 27 sentímetrar þann 28. október 2025. Það er mesta snjódýpt sem mælst hefur í höfuðborginni í október frá upphafi mælinga árið 1921.

Lesa meira

Appelsínugular viðvaranir vegna mikillar snjókomu á suðvesturhorni landsins

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir vegna mikillar snjókomu og skafrennings á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi síðar í dag.
Gera má ráð fyrir talsverðum samgöngutruflunum og erfiðri færð, sérstaklega þegar líður á daginn og fram á kvöld. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám, tryggja öryggi á ferðum og leggja fyrr af stað heim ef ferðast þarf yfir Hellisheiði eða Reykjanesbraut þar sem snjókoman gæti aukist hratt síðdegis. Lesa meira

Um 14 milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi frá síðasta eldgosi

Um 14 milljónir rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi frá síðasta eldgosi. Út frá fyrri atburðum á Sundhnúksgígaröðinni aukast líkurnar á nýju kvikuhlaupi og eldgosi þegar jafn mikið af kviku hefur safnast fyrir undir Svartsengi og hljóp út í síðasta atburði.
Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og verður óbreytt til 11. nóvember nema ef virkni breytist.

Lesa meira

Þegar Veðurstofan var sögð hafa hagrætt veðrinu á Kvennafrídaginn

Á þessum degi fyrir fimmtíu árum lögðu konur um allt land niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnu þeirra. Blíðviðrið sem fylgdi kvennaverkfallinu 1975 vakti athygli og gárungar sögðu að Veðurstofan hefði jafnvel hagrætt í veðrinu, enda starfaði ein í framkvæmdanefnd kvennafrídagsins á Veðurstofunni. 
Við rifjum nú upp þennan sögulega dag, veðrið sem skapaði stemninguna og minnumst kvennanna á Veðurstofunni sem ruddu brautina á meðal þeirra voru Valborg Bentsdóttir, skrifstofustjóri og jafnréttissinni, Teresía Guðmundsson, fyrsta konan í heiminum til að gegna stöðu veðurstofustjóra, og Adda Bára Sigfúsdóttir, brautryðjandi í veðurfræði og samfélagsmálum.

Lesa meira

Sameinuðu þjóðirnar hvetja til hraðari uppbyggingar snemmviðvörunarkerfa um allan heim

António Guterres hvatti til hraðari uppbyggingar snemmviðvörunarkerfa um allan heim. Verkefnið Early Warnings for All miðar að því að allir í heiminum hafi aðgang að áreiðanlegum viðvörunum fyrir árið 2027.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica