Loftslagsbreytingar hafa margvísleg áhrif á umhverfi og samfélög. Mikilvægt er að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um þróunina og hvað hún gæti þýtt fyrir nærumhverfi og lífsskilyrði.
Lesa meiraUppfært 2. apríl kl. 14:50
Engin virkni hefur verið á gossprungunni frá því síðdegis í gær en glóð logar enn í nýja hrauninu og er svæðið óstöðugt og varasamt. Mælingar sýna að rúmmál þess hrauns sem myndaðist í gær var um 0,4 milljón m3. Mælingin er byggð á gögnum sem sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar söfnuðu í mælingaflugi yfir gosstöðvarnar síðdegis í gær. Hraunbreiðan sem myndaðist er sú minnsta sem hefur myndast frá því að goshrinan á Sundhnúksgígaröðinni hófst í desember 2023. Rúmmálið er um 1/6 af rúmmáli hraunbreiðunnar sem myndaðist í eldgosinu í janúar 2024 sem er næst minnsta eldgosið.
Lesa meiraAflögunarmælingar (GPS) sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram, þó svo að hraði landriss hafi minnkað lítillega síðustu vikur. Þrátt fyrir hægara landris er áfram talið líklegt að kvikuhlaup og/eða eldgos verði á Sundhnúksgígaröðinni.
Lesa meiraMiðað við tiltæk vöktunargögn og túlkun þeirra (þann 21.03.2025) bendir allt til þess að rúmmál kviku sem safnast hefur nú undir Svartsengi nái á endanum að byggja upp nægan þrýsting til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Hér er hlekkur á samantekt á við hverju má búast í næstaeldgos.
Lesa meiraAlls staðar í heiminum bera jöklar þess merki að loftslag er að hlýna vegna athafna mannkyns. Mælingar á magni koltvísýrings í lofti hafa verið gerðar á Mauna Loa á Hawaii síðan 1958 og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum frá árinu 1992 og eykst styrkur hans jafnt og þétt. Gildin sem nú mælast eru þau hæstu í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Yfirstandandi loftslagsbreytingar eru fordæmalausar og ískjarnarannsóknir á ísbreiðum Suðurskautslandsins og Grænlands sýna það vel.
Lesa meira