Nýjar fréttir

Engin virkni í eldgosinu. Áfram skjálftavirkni á kvikuganginum.

Uppfært kl. 21:40

Af vefmyndavélum að dæma er enga gosvirkni að sjá á sprungunni sem opnaðist í morgun rétt norður af Grindavík. Áfram mælist þó skjálftavirkni og aflögun vegna kvikuhreyfinga á norðaustur enda kvikugangsins sem myndaðist í dag.   Á meðan áfram mælist skjálftavirkni og aflögun í kvikuganginum þarf að reikna með að ný gossprunga gæti opnast..

Lesa meira

Áfram þarf að reikna með nýju eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Uppfært 25. mars kl. 14:15

Aflögunarmælingar (GPS) sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram, þó svo að hraði landriss hafi minnkað lítillega síðustu vikur. Þrátt fyrir hægara landris er áfram talið líklegt að kvikuhlaup og/eða eldgos verði á Sundhnúksgígaröðinni.

Lesa meira

Erfitt að fá skýra mynd af þróun virkninnar til næstu ára á Reykjanesskaganum

Miðað við tiltæk vöktunargögn og túlkun þeirra (þann 21.03.2025) bendir allt til þess að rúmmál kviku sem safnast hefur nú undir Svartsengi nái á endanum að byggja upp nægan þrýsting til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Hér er hlekkur á samantekt á við hverju má búast í næstaeldgos.

Lesa meira

Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun

Alls staðar í heiminum bera jöklar þess merki að loftslag er að hlýna vegna athafna mannkyns. Mælingar á magni koltvísýrings í lofti hafa verið gerðar á Mauna Loa á Hawaii síðan 1958 og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum frá árinu 1992 og eykst styrkur hans jafnt og þétt. Gildin sem nú mælast eru þau hæstu í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Yfirstandandi loftslagsbreytingar eru fordæmalausar og ískjarnarannsóknir á ísbreiðum Suðurskautslandsins og Grænlands sýna það vel.

Lesa meira

Jarðskjálftahrina í gangi við Reykjanestá

Um kl. 14:30 í gær hófst nokkuð áköf jarðskjálftahrina nærri Reykjanestá. Mestur ákafi var í hrinunni í upphafi þegar um 50 – 60 jarðskjálftar mældust fyrstu klukkustundirnar. Þegar leið á daginn dró úr virkninni, en jókst síðan aftur skömmu fyrir miðnætti þegar jarðskjálfti af stærð 3,5 varð. Eftir að virknin jókst aftur í gærkvöldi færðist virknin aðeins vestar eins og meðfylgjandi mynd sýnir, þar sem bláir hringir sýna staðsetningu skjálfta sem urðu í upphafi hrinunnar í gærdag en gulir og rauðir skjálftar sem síðan urðu seint í gærkvöldi og nótt.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica