Hættumat

Hættumat

Snjóflóð og skriðuföll hafa valdið mörgum slysum og stórfelldu fjárhagslegu tjóni hér á landi. Á tuttugustu öld fórust samtals 193 af þessum völdum, þarf af 69 eftir 1974. Beint fjárhagslegt tjón vegna snjóflóða og skriðufalla frá 1974 til 2000 hefur verið metið yfir 3,3 milljarðar kr.

Hörmuleg snjóflóðaslys í Súðavík og á Flateyri árið 1995, sem kostuðu 34 mannslíf og ollu miklu fjárhagslegu tjóni, hafa gerbreytt afstöðu Íslendinga til snjóflóðahættu. Slysin opnuðu augu manna fyrir því að snjóflóðahætta er langt umfram það sem hægt er að sætta sig við í nokkrum þorpum og bæjum á landinu. Rýmingar er hægt að nota til þess að draga að vissu marki úr slysahættu af völdum snjóflóða. Engu að síður verður að líta á víðtækar rýmingar sem tímabundna ráðstöfun meðan unnið er að lausn vandans með byggingu fullnægjandi snjóflóðavarna og breytingum á skipulagi og landnýtingu.

Stjórnvöld hafa gert áætlun um uppbyggingu snjóflóðavarna og uppkaup húsnæðis á hættusvæðum til þess að draga úr slysum og tjóni af völdum snjóflóða og skriðufalla. Hættumat er grundvöllur aðgerða til þess að draga úr hættu af völdum ofanflóða.

Í lögum 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum er mælt fyrir um að „meta skuli hættu á ofanflóðum í þeim sveitarfélögum þar sem ofanflóð hafa fallið á byggð eða nærri henni eða hætta er talin á slíku. Í reglugerðum 50... og nr. 49... er nánar fjallað um matið, hvernig að því skuli staðið og á hverju það skuli byggja.

Hér er finna skýrslur og aðrar upplýsingar um ofanflóðahættumat fyrir helstu þéttbýlisstaði landsins sem búa við ofanflóðahættu. Fyrir hvern stað kemur fram hversu langt vinna við hættumatið er komin og á sérstökum vefsíðum staðanna má nálgast gögn með nánari upplýsingum. Gerð hefur verið könnun á ofanflóðahættu í þéttbýli á Íslandi. Unnið er að könnun á ofanflóðahættu í dreifbýli.

Siglufjörður Ólafsfjörður Seyðisfjörður Neskaupsstaður Eskifjörður Fáskrúðsfjörður Ólafsvík Patreksfjörður Tálknafjörður Bíldudalur Þingeyri Súðavík Ísafjörður Bolungarvík Flateyri Suðureyri Drangsnes Akureyri Kirkjubæjarklaustur Vík í Mýrdal Sauðárkrókur Mosfellsbær Kjalarnes Íslandskort með tilvísunum á hættumat sveitarfélaga

Á kortinu hér fyrir ofan má sjá þéttbýli þar sem í gildi er hættumat vegna ofanflóða. Hægt er að smella á staðarheiti til að nálgast nánari upplýsingar um viðkomandi hættumat eða fara inn á Ofanflóðakortasjá Veðurstofu Íslands.

Aftur upp

Skýrslur snjóflóðavarna Veðurstofu Íslands

Skýrslur um aðferðafræði við mat á ofanflóðahættu

Aftur upp

Greinar um slys og tjón af völdum snjóflóða og skriðufalla og annarra náttúruhamfara

Aftur upp

Ársskýrslur ofanflóðanefndar

Lög og reglugerð





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica