Stöðvarfjörður
Tillaga að hættumati
Tillaga að hættumati vegna ofanflóða á Stöðvarfirði var unnin af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Stöðvarfjarðar. Umhverfissráðherra skipaði nefndina 7. júlí 2021 í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða.
Vinna við hættumatið hófst vorið 2022 með öflun gagna og gerð líkanreikninga. Vettvangskönnun fór fram í september það ár. Tillaga að hættumati verður kynnt á opnu húsi 5. október á Stöðvarfirði. Tillagan verður aðgengileg almenningi á skrifstofu sveitarfélagsins Fjarðabyggðar og á bókasafninu á Stöðvarfirði í fjórar vikur frá kynningunni. Hættumatsnefnd leggur síðan tillöguna fyrir umhverfis- orku- og loftslagsráðherra sem staðfestir hættumatið formlega.
Matsvinna
- Þorbjörg Sigfúsdóttir, jarðfræðingur.
- Magni Hreinn Jónsson (verkefnisstjóri), verkfræðingur.
Hættumatsnefnd Stöðvarfjarðar
- Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, formaður.
- Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir, prófessor NTNU, Noregi.
- Marinó Stefánsson, verkefnastjóri hjá FSRE.
- Þuríður Lillý Sigurðardóttir, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Fjarðabyggðar.
Skýrslur og kort
Skjöl eru vistuð á pdf-formi.
Hættumatskort (VÍ 2023) (pdf 0,6 Mb)
Mat á hættu vegna ofanflóða á Stöðvarfirði (kynningarbæklingur, hættumatsnefnd Stöðvarfjarðar, 2023) (pdf 1,7 Mb)
Ofanflóðahættumat fyrir Stöðvarfjörð. Greinargerð með hættumatskorti (Veðurstofa Íslands og hættumatsnefnd Stöðvarfjarðar , 2023) (pdf 9.4 Mb)