Íslensk eldfjöll

jarðlög

Hekla

Hekla hefur gosið 23 sinnum á sögulegum tíma og er þriðja virkasta eldstöðvakerfi landsins. Virknin hefur verið breytileg í tímans rás. Fyrir 9-7 þúsund árum gaus aðallega basískum hraungosum, en tíminn fyrir 7-3 þúsund árum einkenndist af fáum stórum súrum sprengigosum. Síðustu þrjú þúsund ár hafa blandgos verið ríkjandi.

Lesa meira
eldgos

Grímsvötn

Grímsvatnakerfið er virkasta eldstöðvarkerfi landsins og hefur gosið um 70 sinnum síðan land byggðist. Í lok september 1996, fyrir 21 ári, hófst gos á eldstöðvarkerfi Grímsvatna og í kjölfar þess kom stórt jökulhlaup niður Skeiðarársand sem olli miklu tjóni á hringveginum.

Lesa meira
fjall

Katla

Katla er fjórða virkasta eldstöðvakerfi landsins og hefur gosið a.m.k. 21 sinnum á síðustu 1100 árum. Frá landnámi og til ársins 1918 var meðallengd goshléa um 50 ár og því hefur Katla látið bíða eftir sér.

Lesa meira
eldgos

Bárðarbunga

Gos hófst á Bárðarbungukerfinu, nánar tiltekið í Holuhrauni, norðan Vatnajökuls, í ágúst 2014. Eldvirkni landsins er flókið fyrirbæri og hugtakið eldstöðvakerfi er í raun tilraun jarðvísndanna til einföldunar. Kerfin samanstanda af megineldstöð og/eða sprungusveimum sem teygja sig út frá þeim. Lesa meira
loftmynd

Eldstöðin Öræfajökull

Í árslok 2016 fór að mælast aukin jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Til þess að fylgjast vel með þessu stærsta eldfjalli landsins var mælitækjum í nágrenni þess verið fjölgað. En hvað hefur Öræfajökull gert í gegnum tíðina og hvers hann er megnugur sem eldstöð.

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica