Íslensk eldfjöll
eldgos
Bárðarbunga/Holuhraun 2014.

Bárðarbunga

9.11.2017

Gos hófst á Bárðarbungukerfinu, nánar tiltekið í Holuhrauni, norðan Vatnajökuls, í ágúst 2014. Eldvirkni landsins er flókið fyrirbæri og hugtakið eldstöðvakerfi er í raun tilraun jarðvísindanna til einföldunar. Kerfin samanstanda af megineldstöð og/eða sprungusveimum sem teygja sig út frá þeim og reglan er sú að eldstöðvakerfið dregur nafn sitt af megineldstöðinni. Bárðarbungukerfið dregur nafn sitt af megineldstöðinni Bárðarbungu. Það hefur þó stundum verið nefnt eftir suðurhluta sprungusveimsins og kallast þá Veiðivatnakerfið.

Kerfið er um 190 km, lengsta eldstöðvakerfi landsins, og eitt fárra kerfa sem hafa tvær megineldstöðvar, en minna þekkt megineldstöð, Hamarinn, tilheyrir því líka. Kerfið er að 1/3 hluta hulið jökli og megineldstöðvarnar tvær eru staðsettar undir NV-verðum Vatnajökli.

Bárðarbunga er annað virkasta kerfi landsins en 26 gos eru þekkt frá síðustu 1100 árum. Flest gosanna eru basalt sprengigos sem verða á börmum Bárðarbungu en stór hraungos eru einnig þekkt, s.s. Þjórsárhraunin miklu sem mynduðust við gos á kerfinu fyrir um 8000 árum. Gos á sunnanverðum sprungusveimi kerfisins gæti valdið miklum usla á aðalvirkjunarsvæðum landsins og eins gæti gos í megineldstöðvunum valdið stórum jökulhlaupum sem kæmu niður ár vestur og/eða norður úr Vatnajökli.

Frekari fróðleik um eldstöðvarkerfið Bárðarbungu má finna á Vefsjá íslenskra eldfjalla .

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica