Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag (jóladagur):
Minnkandi sunnanátt, 10-18 m/s síðdegis. Súld eða rigning með köflum, en yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðan- og austanlands.

Á föstudag (annar í jólum):
Snýst í vestan og suðvestan 8-15. Víða rigning, slydda eða snjókoma framan af degi og kólnandi veður. Lítilsháttar él eða slydduél eftir hádegi og rofar til á austanverðu landinu. Hiti 0 til 5 stig.

Á laugardag:
Sunnan 8-13 á vestanverðu landinu, skýjað og sums staðar dálítil væta. Hiti 1 til 6 stig. Hægari vindur annars staðar, þurrt veður og hiti kringum frostmark.

Á sunnudag og mánudag:
Fremur hæg suðlæg átt. Skýjað með köflum og stöku skúrir á Suður- og Vesturlandi, en bjartviðri í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 6 stig.
Spá gerð: 23.12.2025 08:40. Gildir til: 30.12.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica