Á laugardag:
Breytileg átt 3-8 m/s, en 8-13 um tíma austantil. Víða bjart í veðri og talsvert frost. Strekkingur og snjókoma með köflum á Suðausturlandi og Suðurlandi eftir hádegi, en líkur á slyddu eða rigningu syðst.
Á sunnudag:
Gengur í austan 8-13, en 13-18 með suðurströndinni. Snjókoma eða slydda með köflum, en úrkomulítið vestan- og norðanlands. Frostlaust syðst á landinu, annars frost 0 til 8 stig.
Á mánudag (fullveldisdagurinn):
Austan og norðaustan 8-15. Él á austanverðu landinu, slydda eða rigning sunnanlands, en þurrt að kalla á Vestur- og Norðurlandi. Hiti 0 til 4 stig við ströndina, mildast syðst.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með dálitlum éljum norðaustan- og austanlands, en léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Frost víða 0 til 4 stig.
Spá gerð: 27.11.2025 08:28. Gildir til: 04.12.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.