Á þriðjudag (Þorláksmessa):
Suðvestan 5-13 og dálitlar skúrir eða él, en styttir upp um landið norðaustanvert. Hiti um eða yfir frostmarki. Vaxandi sunnanátt seinnipartinn og fer að rigna sunnan- og vestanlands, 13-23 m/s um kvöldið, hvassast á Norðurlandi. Hlýnar í veðri.
Á miðvikudag (aðfangadagur jóla):
Sunnan 15-25 m/s, hvassast á Norðvesturlandi. Rigning sunnan- og vestanlands, og sums staðar talsverð úrkoma, en þurrt að mestu á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 5 til 13 stig.
Á fimmtudag (jóladagur):
Sunnan 13-20 og súld eða rigning með köflum, en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Áfram hlýtt.
Á föstudag (annar í jólum):
Vestlæg átt og rigning, slydda eða snjókoma með köflum, en úrkomulítið síðdegis. Hiti um eða yfir frostmarki.
Á laugardag:
Breytileg átt, bjart með köflum og vægt frost, en hlýrra við vesturströndina.
Spá gerð: 21.12.2025 08:54. Gildir til: 28.12.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.