Á laugardag:
Vestlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él eða skúrir, en yfirleitt bjartviðri austanlands. Hiti 3 til 12 stig, svalast á Vestfjörðum.
Á sunnudag:
Suðvestan 3-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt að mestu, en léttskýjað eystra. Hiti 7 til 13 stig yfir daginn.
Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Fremur hægar suðlægar áttir og skýjað með köflum við suðvesturströndina, en annars víða léttskýjað eða bjartviðri. Hlýtt í veðri, einkum fyrir norðan og austan.
Spá gerð: 08.05.2025 20:06. Gildir til: 15.05.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.