Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Breytileg átt 3-8 m/s. Bjart með köflum og yfirleitt úrkomulaust. Frost 3 til 15 stig, kaldast í innsveitum. Vaxandi sunnanátt við vesturströndina um kvöldið með stöku éljum.

Á fimmtudag:
Suðaustan 15-23 með rigningu eða slyddu nærri sjávarmáli, annars snjókoma. Hiti 0 til 6 stig. Hægari vindur og þurrt á Norður- og Austurlandi þangað til síðdegis og hlýnar smám saman á þeim slóðum. Snýst í suðvestan 8-15 á vestanverðu landinu undir kvöld með éljum og kólnar.

Á föstudag:
Vaxandi sunnan- og suðaustanátt, stormur seinnipartinn með rigningu og súld á sunnan- og vestanverðu landinu. Hlýnandi veður.

Á laugardag:
Sunnan stormur framan af degi og rigning, talsverð eða mikil á sunnanverðu landinu. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast norðaustanlands. Lægir síðdegis, slydda á köflum og kólnandi veður.

Á sunnudag:
Austlæg og síðar suðlæg átt með slyddu eða snjókomu, en fer yfir í rigningu sunnan- og austanlands og hlýnar.

Á mánudag:
Snýst í vestanátt með snjókomu eða éljum, en rofar til á austanverðu landinu. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 27.01.2025 21:34. Gildir til: 03.02.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica