Veðurhorfur á landinu

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg austlæg átt og bjartviðri. 3-10 á morgun, en vaxandi austanátt seinnipartinn. 8-15 og þykknar upp seint annað kvöld. Frost að 5 stigum, en kringum frostmark á morgun.
Spá gerð: 15.12.2025 14:57. Gildir til: 17.12.2025 00:00.

Suðurland

Hæg norðlæg átt og bjartviðri, en austan 8-15 annað kvöld og þykknar upp með stöku skúrum eða slyddu. Frost 0 til 5 stig en hlýnar annað kvöld.
Spá gerð: 15.12.2025 09:43. Gildir til: 17.12.2025 00:00.

Faxaflói

Norðaustan 5-13 m/s, skýjað með köflum og stöku él norðantil fram undir kvöld. Austan 8-15 annað kvöld og þykknar upp. Vægt frost.
Spá gerð: 15.12.2025 09:43. Gildir til: 17.12.2025 00:00.

Breiðafjörður

Norðaustan 5-13 og lítilsháttar él, en styttir upp í kvöld. Bjartviðri á morgun, en austan 10-15 og þykknar upp annað kvöld. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 15.12.2025 09:43. Gildir til: 17.12.2025 00:00.

Vestfirðir

Norðaustan 8-13 og snjókoma með köflum, en dregur úr vindi og styttir upp í kvöld. Hiti nærri frostmarki. Suðlæg átt 3-10 á morgun, skýjað með köflum og stöku él norðantil. Kólnar í veðri.
Spá gerð: 15.12.2025 09:43. Gildir til: 17.12.2025 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Norðlæg átt 3-10 og dálítil snjókoma. Styttir upp seint í kvöld. Suðlæg eða breytileg átt 3-10 á morgun og stöku él við ströndina. Hiti kringum frostmark, kólnar annað kvöld.
Spá gerð: 15.12.2025 09:43. Gildir til: 17.12.2025 00:00.

Norðurland eystra

Norðvestan 3-10 og dálítil snjókoma. Suðlæg átt 5-13 á morgun og bjart með köflum, hvassast við ströndina og stöku él. Frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 15.12.2025 09:43. Gildir til: 17.12.2025 00:00.

Austurland að Glettingi

Vestan 5-10, skýjað með köflum og dálítil él, einkum norðantil. Bætir heldur í vind í kvöld. 8-13 á morgun og bjartviðri, en hægari annað kvöld. Frost 0 til 5 stig, kólnar annað kvöld.
Spá gerð: 15.12.2025 09:43. Gildir til: 17.12.2025 00:00.

Austfirðir

Vestan 3-10 og bjartviðri, en 10-15 og þykknar upp með kvöldinu. Vestlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun og bjartviðri. Vægt frost, en kólnar annað kvöld.
Spá gerð: 15.12.2025 09:43. Gildir til: 17.12.2025 00:00.

Suðausturland

Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Bjart með köflum, en skúrir eða él á stöku stað. Bætir í vind austantil í kvöld. 3-8 á morgun en vaxandi norðaustan strekkingur annað kvöld, fyrst vestantil. Hiti kringum frostmark, en hlýnar annað kvöld.
Spá gerð: 15.12.2025 09:43. Gildir til: 17.12.2025 00:00.

Miðhálendið

Norðlæg eða breytileg átt 3-10 og dálítil snjókoma, einkum norðantil. Bætir í vind sunnantil annað kvöld. Frost 5 til 12 stig, en heldur hlýrra sunnantil annað kvöld.
Spá gerð: 15.12.2025 09:43. Gildir til: 17.12.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Austan 13-20. Víða rigning eða slydda með hita 1 til 6 stig, en snjókoma eða slydda norðantil og hiti kringum frostmark. Dregur úr vindi síðdegis, en áfram hvöss norðaustanátt um landið norðvestanvert.

Á fimmtudag:
Norðaustan 10-18 um landið norðvestan- og vestanvert, annars hægari vindur. Slydda eða snjókoma á Vestfjörðum og Norðurlandi, en skúrir eða rigning sunnanlands. Hiti 0 til 5 stig, mildast syðst.

Á föstudag og laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt og rigning eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag (vetrarsólstöður):
Suðlæg átt og víða þurrt veður. Frost um mestallt land, en frostlaust við suður- og vesturströndina.
Spá gerð: 15.12.2025 08:33. Gildir til: 22.12.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica