Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag má búast við norðan kalda eða stinningskalda á landinu en á Austfjörðum verður allhvöss norðvestanátt fram eftir degi. Dálítið éljaloft er norðan- og austanlands og hiti um frostmark en í kvöld bætir heldur í ofankomu um tíma. Sunnan heiða er yfirleitt bjart og hiti að 6 stigum að deginum.

Á morgun er útlit fyrir breytileg átt 3-8 m/s en áfram norðvestan strekkingur á suðaustanverðu landinu. Bjart í flestum landshlutum, en sums staðar stöku él eða skúrir. Hiti breytist lítið.

Um páskahelgina verður yfirleitt hægur vindur og bjart með köflum en búast má við rakara lofti og skýjuðu veðri við ströndina. Víða hiti nálægt frostmarki, en allt að 7 stigum sunnan- og suðvestantil að deginum.
Spá gerð: 17.04.2025 06:40. Gildir til: 18.04.2025 00:00.

Veðuryfirlit

Um 300 km NA af Færeyjum er 995 mb lægð sem fer hægt N, en yfir N-Grænlandi er 1035 mb hæð.
Samantekt gerð: 17.04.2025 07:34.

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt 8-13 m/s, en norðvestan 13-18 austast. Él norðantil, en þurrt og bjart sunnan heiða.

Lægir um hádegi á morgun, en norðvestan 8-13 austast fram eftir degi. Bjartviðri, en skýjað norðaustantil fram á kvöld.

Hiti um frostmark, en 1 til 8 stig sunnan- og vestanlands yfir daginn.
Spá gerð: 17.04.2025 09:57. Gildir til: 19.04.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðan 5-13 m/s, en breytileg átt 3-8 á morgun. Léttskýjað og hiti 2 til 8 stig að deginum.
Spá gerð: 17.04.2025 09:41. Gildir til: 19.04.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en skýjað með köflum við ströndina og lítilsháttar væta vestast. Hiti nálægt frostmarki, en að 7 stigum sunnan- og vestanlands að deginum.

Á sunnudag (páskadagur):
Austan strekkingur syðst á landinu, annars hægari vindur. Víða þurrt og bjart veður, en skýjað við norður- og austurströndina. Hiti breytist lítið.

Á mánudag (annar í páskum):
Norðaustlæg átt 3-10 m/s, sums staðar dálítil ofankoma og frost 0 til 4 stig, en að mestu bjart og hiti 1 til 7 stig sunnan- og vestantil.

Á þriðjudag:
Austlæg átt, skýjað með köflum og sums staðar lítilsháttar rigning eða slydda. Heldur hlýnandi.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir hægt vaxandi suðaustanátt og skýjað að mestu. Dálítil væta sunnan- og vestantil, en annars þurrt að kalla. Hiti 2 til 12 stig yfir daginn, svalast norðaustanlands og á Vestfjörðum.
Spá gerð: 17.04.2025 08:10. Gildir til: 24.04.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica