Afar djúp lægð um 600 km norðvestur af Írlandi, olli hvassviðri og úrhellisrigningu á Bretlandseyjum í gær og mun valda norðaustan illviðri í Færeyjum í dag.
Við virðumst þó munu sleppa að mestu leyti frá lægðinni, en gengur þó á með norðan strekkingi og dálitlum éljum á Norður- og Austurlandi, en yfirleitt bjartviðri í öðrum landshlutum. Á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum er búist við hvössum vindstrengjum ofan af jöklum og hálendinu. Þá geta skapast varasamar aðstæður fyrir ökutæki, sem taka á sig mikinn vind. Áfram kalt í dag með frosti að 9 stigum inn til landsins.
Á morgun, mánudag lægir svo og léttir til víðast hvar, en herðir heldur á frosti. Suðvestan gola eða kaldi annað kvöld og þykkar upp vestanlands.
Spá gerð: 24.11.2024 06:18. Gildir til: 25.11.2024 00:00.
600 km NV af Írlandi er víðáttumikil og kröpp 942 mb lægð, sem þokast A. Yfir Grænlandi er 1026 mb hæð og frá henni liggur vaxandi hæðarhryggur yfir Grænlandshaf.
Samantekt gerð: 24.11.2024 01:36.
Norðan og norðaustan 8-15 m/s, en 15-23 suðaustantil. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en annars yfirleitt bjartviðri. Frost víða 0 til 8 stig að deginum, minnst við sjávarsíðuna.
Lægir smám saman á morgun, léttir til og kólnar, en suðvestan 3-10 m/s þykknar upp vestanlands um kvöldið.
Spá gerð: 24.11.2024 04:40. Gildir til: 25.11.2024 00:00.
Norðaustan 5-13 m/s og léttskýjað, en norðan 8-15 eftir hádegi. Lægir á morgun, en skýjað annað kvöld. Frost 1 til 8 stig.
Spá gerð: 24.11.2024 04:41. Gildir til: 25.11.2024 00:00.
Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og yfirleitt léttskýjað, en 10-15 og dálítil él austantil fram eftir degi. Þykknar upp vestantil um kvöldið. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Á þriðjudag:
Gengur í suðvestan 8-15 m/s með dálitlum skúrum eða éljum og hlýnar, en bjart og áfram svalt um landið austanvert.
Á miðvikudag:
Suðvestan 8-15 og skúrir eða él, en bjart með köfæum fyrir austan. Hiti 0 til 5 stig. Snýst í norðaustan 10-18 með snjókomu norðvestananlands um kvöldið og kólnar í veðri.
Á fimmtudag:
Stíf norðlæg átt og víða snjókoma eða éljagangur, en úrkomuminna vestanlands. Harðnandi frost.
Á föstudag og laugardag:
Líklega ákveðin norðaustlæg átt með ofankomu, einkum austantil og köldu veðri.
Spá gerð: 23.11.2024 19:48. Gildir til: 30.11.2024 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.