Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag verður norðlæg átt á landinu, yfirleitt að bilinu 5-10 m/s, en 8-13 á Faxaflóasvæðinu. Láskýjahula með súld eða rigningu með köflum og hiti á bilinu 3 til 8 stig norðan- og austanlands og þokuloft við ströndina framan af degi. Sunnantil verður víða léttskýjað og hiti allt að 16 stig.
Spá gerð: 22.05.2022 06:45. Gildir til: 23.05.2022 00:00.

Veðuryfirlit

Milli Íslands og Færeyja er 1000 mb lægð, sem þokast A og grynnist smám saman. Skammt NA af Grænlandi er 1017 mb hæð.
Samantekt gerð: 22.05.2022 14:19.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 04.05.2022 22:20.

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt, 5-13 m/s, hvassast vestantil. Súld eða rigning með köflum norðan- og austanlands og líkur á þokulofti við ströndina, en yfirleitt léttskýjað sunnantil.

Breytileg átt, 3-8 m/s á morgun og skúrir en að mestu þurrt norðvestantil.

Hiti 5 til 16 stig, hlýjast á Suðurlandi, en heldur svalara á morgun.
Spá gerð: 22.05.2022 09:13. Gildir til: 24.05.2022 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 5-13 m/s og léttskýjað, hvassast á Kjalarnesi.
Breytileg átt, 3-8, skýjað með köflum en líkur á síðdegisskúrum á morgun.
Hiti 9 til 14 stig.
Spá gerð: 22.05.2022 09:13. Gildir til: 24.05.2022 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag:
Breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s. Dálítil rigning suðvestantil, en annars skýjað og lítilsháttar væta. Hiti 5 til 12 stig.

Á fimmtudag (uppstigningardagur) og föstudag:
Norðvestlæg átt og væta og svalt norðantil, en bjart og milt með stöku síðdegisskúrum syðra.

Á laugardag:
Útlit fyrir austanátt og rigningu um landið sunnanvert, en þurrt norðaustantil. Hlýnandi veður.
Spá gerð: 22.05.2022 08:05. Gildir til: 29.05.2022 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica