Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Norðlæg átt 5-13 m/s í kvöld, skýjað og víða snjókoma eða slydda norðan heiða.

Hægari vindur á morgun. Áframhaldandi slydda eða snjókomu norðantil á landinu, einkum nálægt norðurströndinni. Þurrt að mestu og bjart með köflum syðra, hiti kringum frostmark.

Spáð er aðgerðalitlu veðri framan af laugardegi, frosti um mest allt land og lítilli sem engri úrkomu. Vaxandi suðaustanátt og fer að hlýna síðdegis. Ekki er þó gert ráð fyrir rigningu að ráði fyrr en aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn, en Norðurland ætti að haldast þurrt.
Spá gerð: 15.01.2026 16:01. Gildir til: 17.01.2026 00:00.

Veðuryfirlit

200 km S af Ingólfshöfða er nærri kyrrstæð 978 mb lægð, en frá henni er lægðardrag í NA. 600 km SV af Reykjanesi er 983 mb lægð sem fer S og grynnist.
Samantekt gerð: 15.01.2026 12:37.

Veðurhorfur á landinu

Norðan 5-13 m/s í kvöld. Víða snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu, en að mestu þurrt sunnan heiða.

Heldur hægari vindur á morgun. Slydda eða snjókoma með köflum fyrir norðan og jafnvel rigning úti við sjóinn, en yfirleitt þurrt syðra. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 15.01.2026 18:14. Gildir til: 17.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan og norðan 5-13 m/s í kvöld, en lægir síðdegis á morgun. Bjart með köflum og hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 15.01.2026 18:14. Gildir til: 17.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Breytileg átt 3-8, þurrt að mestu og frost 0 til 5 stig. Vaxandi suðaustanátt síðdegis og hlýnar sunnan- og vestanlands með dálítilli slyddu eða rigningu undir kvöld.

Á sunnudag:
Suðaustan 10-18 og rigning, en þurrt að kalla norðan- og norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig.

Á mánudag:
Suðaustanátt og rigning eða slydda með köflum, einkum sunnantil. Heldur kólnandi.

Á þriðjudag:
Suðaustanátt með éljum eða skúrum og hiti 0 til 5 stig, en yfirleitt þurrt á norðanverðu landinu með vægu frosti.

Á miðvikudag:
Austlæg átt, skýjað og sums staðar dálitlar skúrir eða slydduél.
Spá gerð: 15.01.2026 08:06. Gildir til: 22.01.2026 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica