Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Ákveðin sunnanátt með súld eða rigningu sunnan- og vestanlands en úrkomulítið norðaustantil. Sums stðar talsverð rigning á Vesturlandi. Hiti víða 5 til 14 stig, hlýjast í hnúkaþey fyrir norðan og austan.

Samfara svona hlýindum ryðja ár og lækir sig gjarnan, en víða á norðurhelmingi landsins eru vatnsfarvegir ísilagðir. Stundum myndast klakastíflur sem geta valdið staðbundnum flóðum og jafnvel haft áhrif á vegi, ræsi og brýr. Sama á við ræsi og niðurföll í þéttbýli þar sem við á, þá þarf að hreinsa frá svo vatn komist greiðlega í burtu.

Í nótt og fyrramálið styttir upp, yfirleitt bjart á morgun og áttin er suðvestlægari. Á Norðurlandi verður suðvestan hvassviðri eða stormur á stöku stað, en hægari sunnantil. Um kvöldið dregur úr vindi. Kólnar aðeins í veðri.
Spá gerð: 20.04.2024 15:13. Gildir til: 21.04.2024 00:00.

Veðuryfirlit

Um 200 km SNV af Bjargtöngum er 994 mb lægð sem hreyfist lítið, en yfir Bretlandseyjum er 1032 mb hæð sem fer A og frá henni liggur hæðarhryggur til norðurs.
Samantekt gerð: 20.04.2024 19:53.

Veðurhorfur á landinu

Sunnan 10-18 m/s með rigningu og súld, en úrkomulítið norðaustantil. Talsverð rigning á Vesturlandi fram eftir kvöldi. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan og austan.

Styttir upp í nótt og fyrramálið, suðvestan og vestan 8-15 á morgun og yfirleitt bjart, en 15-23 á norðanverðu landinu. Dregur úr vindi annað kvöld, hiti 4 til 11 stig, mildast syðst.
Spá gerð: 20.04.2024 18:14. Gildir til: 22.04.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Sunnan 5-13 m/s og rigning, jafnvel talsverð um tíma. Styttir upp í nótt, suðvestan 3-10 og bjartviðri á morgun. Hiti 5 til 9 stig.
Spá gerð: 20.04.2024 18:14. Gildir til: 22.04.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag og þriðjudag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en skýjað með köflum við vesturströndina. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á miðvikudag:
Austan 3-8 m/s, en suðaustan 8-13 við suðvesturströndina. Víða bjartviðri, en skýjað með köflum við ströndina sunnantil. Hiti 5 til 10 stig vestanlands, en um frostmark fyrir austan.

Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og bjartviðri suðvestanlands, hiti 2 til 8 stig að deginum, en skýjað norðaustantil og stöku él, frost 0 til 6 stig.
Spá gerð: 20.04.2024 08:03. Gildir til: 27.04.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica