Suðlæg átt næstu daga og fremur vætusamt. Vindstyrkur verður óvíða meiri en 10 m/s í kvöld og á morgun, en annað kvöld bætir í vind og á miðvikudag er spáð stinningskalda eða allhvössum vindi.
Úrkoman nær hins vegar lítið yfir á norðaustanvert landið. Þar verður einnig hlýjast, hita er spáð að 18 stigum þegar best lætur á morgun og gæti náð upp í 20 stig á miðvikudag.
Spá gerð: 05.05.2025 15:18. Gildir til: 07.05.2025 00:00.
Skammt V af Skotlandi er 1029 mb hæð og frá henni hæðarhryggur til N. Skamt NA af Hvarfi er 998 mb lægð sem þokast NA.
Samantekt gerð: 05.05.2025 13:53.
Sunnan 5-13 m/s og rigning með köflum, en yfirleitt þurrt á Austurlandi. Úrkomulítið seinnipartinn á morgun. Bætir í vind annað kvöld og fer að rigna sunnan- og vestantil. Hiti 8 til 18 stig á morgun, hlýjast austanlands.
Spá gerð: 05.05.2025 15:27. Gildir til: 07.05.2025 00:00.
Sunnan 3-8 m/s og dálítil væta, en suðaustan 5-13 og rigning annað kvöld. Hiti 6 til 11 stig.
Spá gerð: 05.05.2025 15:27. Gildir til: 07.05.2025 00:00.
Á miðvikudag:
Sunnan og suðvestan 10-18 m/s, hvassast norðvestantil. Bjart með köflum norðaustanlands, annars rigning en dregur úr vætu og vindi síðdegis. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu.
Á fimmtudag:
Sunnan 8-13, en 10-18 um kvöldið. Rigning eða skúrir, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Hiti 6 til 13 stig.
Á föstudag:
Sunnan 10-18 og skúrir eða slydduél, en yfirleitt þurrt og bjart norðaustanlands. Kólnar í veðri.
Á laugardag:
Suðvestlæg átt og skúrir eða slydduél, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 4 til 12 stig yfir daginn, mildast norðaustanlands.
Á sunnudag:
Suðvestanátt og víða dálitlar skúrir eða slydduél.
Spá gerð: 05.05.2025 08:24. Gildir til: 12.05.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.