Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 25.10.2025 22:09. Gildir til: 26.10.2025 00:00.

Veðuryfirlit

100 km S af Reykjanesi er vaxandi 994 mb lægð sem fer A og síðar SA. Yfir Skandinavíu er 982 mb lægðasvæði sem hreyfist lítið. 800 km S af Hvarfi er vaxandi 1012 mb lægð á leið ANA.
Samantekt gerð: 26.10.2025 01:29.

Veðurhorfur á landinu

Norðan 3-10 m/s í dag og víða dálítil slydda eða snjókoma, en rofar til suðvestanlands eftir hádegi. Hiti kringum frostmark.
Norðaustan 3-10 á morgun, skýjað með köflum og sums staðar lítilsháttar él. Frost 0 til 5 stig. Austan 10-15 og slydda syðst á landinu með hita rétt yfir frostmarki.
Spá gerð: 26.10.2025 05:00. Gildir til: 27.10.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðan 3-8 m/s með morgninum og dálítil slydda, en þurrt og rofar til eftir hádegi. Hiti 0 til 3 stig, frystir í kvöld.
Austlæg gola á morgun, skýjað að mestu og þurrt að kalla. Hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð: 26.10.2025 05:00. Gildir til: 27.10.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðaustan 3-10 m/s, skýjað með köflum og sums staðar lítilsháttar él. Frost 0 til 6 stig. Austan 10-15 og slydda syðst á landinu með hita rétt yfir frostmarki.

Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-10. Bjartviðri um landið sunnanvert, en él norðantil. Frost víða 0 til 8 stig.

Á miðvikudag:
Norðan- og norðvestanátt með snjókomu um landið norðanvert, en þurrt annars staðar. Áfram kalt í veðri.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt og bjartviðri, en dálítil él norðantil á landinu. Víða vægt frost.

Á laugardag:
Norðaustanátt með slyddu eða rigningu á Norður- og Austurlandi, en þurrt sunnan heiða. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 25.10.2025 20:57. Gildir til: 01.11.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica