Í gær og í dag þokuðust skil norðaustur yfir landið með ákveðinni suðaustanátt og vætusömu veðri. Nú síðdegis fjarlægast þau og það birtir til á Norður- og Norðausturlandi, en sunnan strekkingur og skúrir eða él fylgja krappri smálægð við vesturströndina.
Á morgun snýst í fremur rólega austanátt, áfram skúrir eða él, en þurrt að mestu fyrir norðan. Síðdegis gengur úrkomusvæði inn yfir austur hluta landsins með rigningu eða slyddu en þá styttir upp vestantil. Hiti víða 0 til 6 stig.
Spá gerð: 19.01.2026 16:16. Gildir til: 21.01.2026 00:00.
200 km V af Reykjanesi er 983 mb lægð sem fer NV, en 400 km N af Lófót er hægfara 1029 mb hæð.
Samantekt gerð: 19.01.2026 19:42.
Suðaustan og austan 5-13 m/s á morgun og skúrir eða él, hiti 0 til 6 stig. Að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi og víða vægt frost. Fer að rigna eða snjóa á austanverðu landinu seint á morgun og hlýnar heldur, en styttir upp vestantil.
Spá gerð: 19.01.2026 21:40. Gildir til: 21.01.2026 00:00.
Suðaustan 8-13 m/s og stöku skúrir eða slydduél, hiti 1 til 5 stig. Austan 5-10 og þurrt síðdegis á morgun.
Spá gerð: 19.01.2026 21:44. Gildir til: 21.01.2026 00:00.
Á miðvikudag:
Gengur í austan 8-15 m/s. Væta með köflum, en úrkomulítið á Norður- og Vesturlandi. Hiti 1 til 8 stig. Samfelld rigning suðaustan- og austantil undir kvöld.
Á fimmtudag:
Austan 10-18 og rigning, en úrkomulítið á Norður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Austan 5-13, en 13-18 syðst. Dálitlar skúrir eða él, en bjart að mestu um landið vestanvert. Kólnar í veðri.
Á laugardag:
Austlæg átt, skúrir eða él sunnantil og hiti 1 til 6 stig. Að mestu þurrt annars staðar og frost víða 0 til 5 stig, en stöku él á Austurlandi.
Á sunnudag:
Útlit fyrir áframhaldandi austanátt með dálitlum éljum austanlands og skúrum eða slydduéljum við suðurströndina.
Spá gerð: 19.01.2026 20:08. Gildir til: 26.01.2026 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.