Hæð yfir Grænlandi stýrir veðrinu næstu daga. Norðaustlægar áttir verða ríkjandi með stöku skúrum norðan- og austanlands og léttir til suðvestantil. Þegar líður á vikuna kólnar smám saman og þá koma él eða slydduél einnig við sögu fyrir norðan.
Í dag verður norðaustlæg átt 3-10 m/s og dálitlar skúrir á víð og dreif, en 8-15 m/s á norðvestanverðu landinu. Lengst af þurrt suðvestantil framan af degi, en stöku skúrir þar líka síðdegis. Hiti 5 til 14 stig, mildast á Suðvesturlandi.
Á morgun verður norðaustan 8-15 m/s, hvassast norðvestantil og í Öræfum. Skúrir eða slydduél á norðan- og austanverðu landinu, en yfirleitt léttskýjað suðvestanlands. Heldur kólnandi veður.
Á fimmtudag og föstudag verður áfram norðaustanátt og skúrir eða él, en bjart með köflum á suðvestanverðu landinu. Frekar svalt í veðri.
Um helgina er útlit fyrir vestlæga átt. Skýjað og dálítil væta vestanlands, en léttir til fyrir austan. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 16.09.2025 05:11. Gildir til: 17.09.2025 00:00.
Yfir N-Grænlandi er 1039 mb hæð, en 500 km SSA af Hvarfi er 1003 mb lægð sem hreyfist lítið. Yfir S-Noregi er 990 mb lægð sem fer hægt A, en langt SV í hafi er 994 mb lægð sem fer NA og dýpkar.
Samantekt gerð: 16.09.2025 07:27.
Norðaustan 3-10 m/s, en 8-15 norðvestantil. Víða dálitlar skúrir, en lengst af þurrt um landið suðvestanvert.
Hiti 5 til 14 stig, mildast á Suðvesturlandi.
Norðaustan 8-15 á morgun, hvassast á Vestfjörðum og Suðausturlandi. Skúrir eða slydduél, en yfirleitt léttskýjað sunnan heiða. Kólnar heldur í veðri.
Spá gerð: 16.09.2025 09:31. Gildir til: 18.09.2025 00:00.
Hæg breytileg átt, skýjað og dálitlar skúrir seinnipartinn. Léttir til á morgun og gengur í norðaustan 5-10 m/s undir kvöld. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 16.09.2025 09:27. Gildir til: 18.09.2025 00:00.
Á fimmtudag:
Norðan 8-15 m/s, hvassast við austurströndina. Dálítil slydduél eða él fyrir norðan, en bjartviðri sunnantil. Hiti 2 til 10 stig yfir daginn, en víða næturfrost. Hvessir suðaustanlands um kvöldið.
Á föstudag:
Norðlæg átt 5-13, hvassast austanlands. Yfirleitt bjart um landið sunnan- og vestanvert, en dálítil él á Norðausturlandi. Hiti 1 til 7 stig að deginum.
Á laugardag:
Vestlæg eða breytileg átt, 3-8. Skýjað og stöku él eða skúrir, en bjartviðri sunnanlands. Hlýnar í veðri.
Á sunnudag:
Suðvestan 5-10 og víða rigning, en þurrt að kalla suðaustantil. Hiti 4 til 10 stig.
Á mánudag (haustjafndægur):
Útlit fyrir suðvestlæga átt. Skýjað með köflum og lítilsháttar væta á stöku stað. Hiti 8 til 14 stig.
Spá gerð: 16.09.2025 08:08. Gildir til: 23.09.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.