Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Í kvöld verður norðaustan 5-13 m/s, en 13-20 suðaustantil, hvassast í Öræfum. Él á norðan- og austanverðu landinu, en annars þurrt að kalla. Lægir í nótt og kólnar.

Á morgun verður norðlæg átt 3-10 m/s. Áfram él fyrir norðan og austan, en bjart að mestu sunnan- og vestantil. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Á laugardag og sunnudag er útlit fyrir breytilega átt 3-10 m/s. Dálítil él á víð og dreif og áfram kalt í veðri.

Eftir helgina ríkir enn mikil óvissa í veðri.
Spá gerð: 08.01.2026 15:13. Gildir til: 10.01.2026 00:00.

Veðuryfirlit

Um 300 km S af landinu er hægfara 986 mb lægðarsvæði. Yfir N-Skandinavíu er 1032 mb hæð og frá henni liggur hæðarhryggur til V. Um 600 km ASA af Hvarfi er 997 mb lægð sem fer SA.
Samantekt gerð: 08.01.2026 13:51.

Veðurhorfur á landinu

Austlæg átt 8-15 m/s, en 15-23 suðaustantil, hvassast í Öræfum. Yfirleitt þurrt vestanlands, en él fyrir norðan og austan. Frost 0 til 7 stig.

Dregur smám saman úr vindi seint í kvöld og kólnar.

Norðlæg átt 3-10 á morgun. Allvíða él en yfirleitt léttskýjað suðvestantil. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Spá gerð: 08.01.2026 18:16. Gildir til: 10.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 3-8 m/s og skýjað að mestu, hiti 1 til 5 stig. Léttir til og kólnar í nótt, bjart að mestu og frost 0 til 5 stig á morgun.
Spá gerð: 08.01.2026 18:16. Gildir til: 10.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Breytileg átt 3-8 m/s, en 8-15 syðst seinnipartinn. Stöku él í flestum landshlutum, en lengst af þurrt vestanlands. Frost 2 til 12 stig.

Á sunnudag:
Austan og norðaustan 5-13, hvassast sunnantil. Skýjað með köflum og dálítil él á víð og dreif, frost 1 til 8 stig.

Á mánudag:
Norðaustan 8-15 og snjókoma, en bjart með köflum á sunnan- og suðvestanverðu landinu. Frost 0 til 5 stig.

Á þriðjudag:
Minnkandi norðanátt og skýjað. Snjókoma með köflum á austanverðu landinu, en léttir til sunnan- og vestanlands. Kólnar í veðri, frost 2 til 12 stig um kvöldið.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir breytilega átt. Bjart að mestu, en skýjað norðaustantil. Kalt í veðri.
Spá gerð: 08.01.2026 08:33. Gildir til: 15.01.2026 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica