Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Lægðin austur af landinu fjarlægist okkur nú smám saman og dregur úr vindi og úrkomu á austanverðu landinu og eru gular viðvaranir að renna út núna í morgunsárið. Austanlands hefur mælst norðvestan hvassviðri eða stormur, en mesti vindhraði mældist 30 m/s í Papey í gær og hviður hafa farið yfir 40 m/s.
Á eftir lægðinni kemur skammlífur hæðarhryggur inn á landið seinna í dag með björtu og hægu veðri víða og allt upp í 20 stiga hita sunnanlands. Hryggurinn ætlar þó að staldra stutt við því næsta lægð nær landi á morgun úr vestri og byrjar að rigna sunnan- og vestanlands, en víða bjart veður norðaustantil og hiti upp í 22 stig þar. Eftir svalan norðvestanvindinn með rigningu og jafnvel slyddu síðasta sólarhringinn verður því mikill viðsnúningur fyrir íbúa og gesti Norðausturlands um helgina.
Spá gerð: 29.06.2024 06:56. Gildir til: 30.06.2024 00:00.

Veðuryfirlit

600 km A af Dalatanga er 994 mb lægð sem mjakast til NA. Um 150 km V af Snæfellsnesi er 1013 mb hæðarhryggur sem þokast til A. Á S-Grænlandssundi er 1003 mb lægð að myndast.
Samantekt gerð: 29.06.2024 07:30.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 26.06.2024 22:25.

Veðurhorfur á landinu

Minnkandi norðvestanátt austanlands og dálítil væta, 3-10 m/s seinnipartinn og rofar til. Breytileg átt 3-8 og lengst af bjart sunnan- og vestantil. Hiti 10 til 20 stig að deginum, hlýjast syðst.

Suðlæg átt á morgun, víða 8-15 m/s og dálítil súld, en hægari og bjartviðri norðaustanlands. Fer að rigna sunnan- og vestanlands síðdegis. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast um landið norðaustanvert.
Spá gerð: 29.06.2024 09:59. Gildir til: 01.07.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Fremur hæg norðvestlæg átt og bjartviðri, en þykknar upp í kvöld. Suðaustan 5-10 m/s á morgun og súld með köflum, en 8-13 og rigning seinnipartinn. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 29.06.2024 09:59. Gildir til: 01.07.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðvestan 5-13 m/s og rigning eða súld með köflum. Léttir til þegar líður á daginn, fyrst sunnan- og vestanlands. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast fyrir austan.

Á þriðjudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-8. Bjart með köflum og stöku skúrir, en skýjað vestantil og súld eða rigning þar um kvöldið. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á miðvikudag:
Norðaustan 5-13 og rigning með köflum, en þurrt norðaustanlands. Hiti 6 til 14 stig, svalast norðvestantil.

Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og vætu í flestum landshlutum, en síðdegisskúrir suðvestantil. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands.
Spá gerð: 29.06.2024 08:22. Gildir til: 06.07.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica