Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 26.07.2024 23:38. Gildir til: 27.07.2024 00:00.

Veðuryfirlit

150 km A af Dalatanga er 992 mb lægð sem þokast N og grynnist. 400 km NA af Hvarfi er vaxandi 994 mb lægð sem fer hægt N.
Samantekt gerð: 26.07.2024 20:49.

Veðurhorfur á landinu

Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s í dag. Skýjað að mestu og dálítil væta á víð og dreif. Bætir í rigningu á Suður- og Vesturlandi seinnipartinn. Hiti víða 10 til 15 stig.
Spá gerð: 27.07.2024 00:21. Gildir til: 28.07.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Vestan gola og þokuloft. Snýst í sunnan 3-8 m/s í dag, skýjað og rigning af og til síðdegis. Hiti 9 til 13 stig.
Spá gerð: 27.07.2024 00:20. Gildir til: 28.07.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Gengur í suðaustan- og austan 8-15 m/s með rigningu, en hægara og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast norðaustantil.

Á mánudag:
Suðlæg átt 5-13 og væta með köflum í flestum landshlutum. Hægari vindur um kvöldið. Hiti 11 til 18 stig.

Á þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-10. Rigning um landið norðaustanvert framan af degi, annnars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir austlæga átt. Bjart með köflum og yfirleitt þurrt um landið norðan- og vestanvert. Skýjað en úrkomulítið með suður- og austurströndinni. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Vesturlandi.
Spá gerð: 26.07.2024 21:18. Gildir til: 02.08.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica