Víðáttumikil lægð suðvestur í hafi og hæð yfir Grænlandi stýra veðrinu hjá okkur. Ákveðin austan- og norðaustanátt í dag og hvassir vindstrengir með suðausturströndinni. Dálítil rigning eða slydda, en þó yfirleitt þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi.
Norðaustan 10-18 norðvestan- og suðaustantil á morgun, annars hægari vindur. Snjó- eða slydduél norðan- og austanlands, en bjartviðri á Vesturlandi.
Hiti yfirleitt 0 til 8 stig, mildast syðra.
Hæðin heldur velli yfir Grænlandi næstu daga en lægðin fer austur á bóginn. Vindur snýst þá til norðanáttar, með lítilsháttar éljum fyrir norðan og austan og kólnar í veðri.
Spá gerð: 09.11.2025 06:42. Gildir til: 10.11.2025 00:00.
800 km SA af Hvarfi er víðáttumikil 986 mb lægð sem þokast A og grynnist. Um 300 km VNV af Skotlandi er 995 mb lægð á NV-leið. Yfir NA-Grænlandi er 1035 mb hæð.
Samantekt gerð: 09.11.2025 07:58.
Norðaustan- og austanátt, víða 5-13 m/s en 13-20 við suðausturströndina. Yfirleitt þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi, annars dálítil rigning eða slydda með köflum. Bætir í úrkomu suðaustantil síðdegis.
Norðaustan 8-18 á morgun, hvassast suðaustan- og norðvestantil. Él eða slydduél norðan- og austanlands og skúrir syðst, annars þurrt að mestu.
Hiti 0 til 8 stig, mildast sunnan heiða en kaldast í innsveitum fyrir norðan.
Spá gerð: 09.11.2025 07:54. Gildir til: 11.11.2025 00:00.
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og að mestu þurrt. Hiti 3 til 7 stig.
Spá gerð: 09.11.2025 03:22. Gildir til: 10.11.2025 00:00.
Á þriðjudag:
Norðan- og norðaustan 5-13 m/s. Dálítil él norðan- og austanlands, en víða bjart suðvestantil. Kólnar, frost um mest allt land undir kvöld.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt 5-10, en heldur hvassara austast. Skýjað og stöku él, en bjart með köflum sunnan heiða. Frost 2 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Hægur vindur og yfirleitt þurrt, en dálítil él norðan- og norðvestantil seinnipartinn. Kalt í veðri.
Á föstudag og laugardag:
Suðvestlæg eða breytileg átt. Yfirleitt bjart og áfram kalt austanlands. Skýjað að mestu, en úrkomulítið vestantil, hiti um eða yfir frostmarki.
Spá gerð: 09.11.2025 08:14. Gildir til: 16.11.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.