Lægðir eru á sveimi í kringum landið næstu daga. Þessar lægðar valda breytilegum áttum og vætusömu veðri.
Í kvöld verður breytileg átt 3-8 m/s, en norðaustan 8-13 norðvestanlands, og suðvestan 5-10 fyrir austan. Skúrir á víð og dreif, en samfelldari rigning austantil. Hiti 6 til 11 stig.
Á morgun verður suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Stöku skúrir víða um land, en bjart að mestu norðaustantil. Fer að rigna á austanverðu landinu eftir hádegi með talsverðri úrkomu um tíma á Suðausturlandi. Hiti 9 til 15 stig.
Á sunnudag er útlit fyrir norðaustlæga eða breytilega átt 5-13 m/s. Rigning víða um land, einkum suðaustantil, en lengst af þurrt vestantil fram eftir degi.
Hiti breytist lítið. Gengur í norðaustan 13-18 m/s um kvöldið á norðvestanverðu landinu og í Öræfum.
Spá gerð: 05.09.2025 13:54. Gildir til: 07.09.2025 00:00.
200 km S af Reykjanesi er 995 mb lægð sem þokast NA og grynnist, en skammt A af Melrakkasléttu er 992 mb smálægð á N-leið. Yfir N-Grænlandi er 1025 mb hæð.
Samantekt gerð: 06.09.2025 03:02.
Suðlæg eða breytileg átt 3-10. Sums staðar skúrir, en bjartviðri norðaustanlands. Rigning á austanverðu landinu seinnipartinn.
Norðaustan 5-13 og rigning á morgun, en þurrt vestast fram eftir degi.
Hiti 7 til 14 stig, svalast á Vestfjörðum.
Spá gerð: 06.09.2025 04:02. Gildir til: 07.09.2025 00:00.
Austan og suðaustan 3-8 m/s og stöku skúrir, en þurrt seint í dag. Norðan 5-10 og rigning seinnipartinn á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 06.09.2025 04:02. Gildir til: 07.09.2025 00:00.
Á sunnudag:
Norðaustan 8-15 m/s og rigning, talsverð á köflum suðaustantil, en úrkomuminna á Norðausturlandi. Hiti 8 til 14 stig.
Á mánudag:
Austan 8-18, hvassast við suðurströndina. Rigning á vestanverðu landinu, en léttir til þar seinnipartinn. Skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Norður- og Vesturlandi.
Á þriðjudag:
Austlæg átt, 8-15 og rigning, einkum sunnan- og austantil. Suðlægari undir kvöld og talsverð úrkoma með köflum suðaustanlands. Hiti 10 til 16 stig.
Á miðvikudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt og skúrir í flestum landshlutum, en rigning um landið suðaustanvert fyrripartinn. Hiti 9 til 15 stig.
Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir austlæga átt. Rigning af og til, en lengst af þurrt á Vesturlandi. Milt í veðri.
Spá gerð: 05.09.2025 20:13. Gildir til: 12.09.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.