Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 06.10.2025 10:44. Gildir til: 08.10.2025 00:00.

Veðuryfirlit

350 km V af Snæfellsnesi er 977 mb lægð á hreyfingu ASA, en skammt A af Scoresbysundi er hægfara 979 mb lægð. Langt SSV í hafi er 989 mb lægðardrag á NA-leið.
Samantekt gerð: 06.10.2025 07:22.

Veðurhorfur á landinu

Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt og skúrir eða slydduél, en yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 3 til 10 stig, mildast fyrir austan.

Vestan 5-13 m/s á morgun og skúrir eða él, en yfirleitt bjartviðri suðaustantil og heldur svalara. Yfirleitt hægari suðlæg átt og úrkomuminni annað kvöld, en 5-10 norðvestantil.
Spá gerð: 06.10.2025 09:44. Gildir til: 08.10.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðvestan 3-8 m/s og skúrir, en vestan og norðvestan 5-10 árla dags á morgun. Dregur úr vindi og skúrum síðdegis á morgun, en suðaustan 5-8 seint annað kvöld. Hiti 3 til 7 stig.
Spá gerð: 06.10.2025 09:34. Gildir til: 08.10.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Gengur í vestan 13-23 m/s með rigningu víða um land, hvassast syðst, en skúrum eða slydduéljum seinnipartinn og styttir þá upp suðaustanlands. Hiti 3 til 10 stig.

Á fimmtudag:
Suðvestan 8-15 m/s og fer að rigna sunnan- og vestanlands, en skýjað með köflum norðaustantil. Heldur hlýnandi veður.

Á föstudag:
Ákveðin suðvestanátt og víða vætusamt, en þurrt að kalla fyrir austan. Milt í veðri.

Á laugardag og sunnudag:
Hlý suðlæg átt og súld eða dálítil rigning, en þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi.
Spá gerð: 06.10.2025 08:18. Gildir til: 13.10.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica