Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Norðlæg átt í kvöld og nótt, allvíða kaldi eða stinningskaldi og rigning eða skúrir. Við Færeyjar er hægfara lægð sem viðheldur norðanáttinni á morgun. það dregur þó úr vætu, smáskúrir eftir hádegi en styttir upp vestanlands. Hiti yfirleitt á bilinu 7 til 13 stig.

Síðan fjarlægist lægðin og við tekur hálfgerð áttleysa. Búast má við skúrum, einkum síðdegis en einnig einhverjum sólarglennum. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 25.05.2025 15:17. Gildir til: 27.05.2025 00:00.

Veðuryfirlit

Skammt A af Færeyjum er 982 mb lægð sem þokast N, frá henni er lægðardrag til NV yfir Ísland.
Samantekt gerð: 25.05.2025 19:59.

Veðurhorfur á landinu

Gengur í norðan og norðaustan 5-13 m/s í nótt, fyrst á Vestfjörðum. Víða skúrir, en rigning um tíma sunnan- og austantil á landinu. Dregur úr vætu á morgun, smáskúrir seinnipartinn en að mestu þurrt vestanlands. Hiti 5 til 13 stig.
Spá gerð: 25.05.2025 21:21. Gildir til: 27.05.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt og smáskúrir, en rigning um tíma í fyrramálið. Að mestu þurrt eftir hádegi, hiti 8 til 12 stig.
Spá gerð: 25.05.2025 21:21. Gildir til: 27.05.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, en norðaustan 5-10 norðvestantil. Dálítil væta norðaustanlands, en skúrir á Suður- og Vesturlandi. Hiti 5 til 13 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag (uppstigningardagur):
Breytileg átt 3-8 og allvíða skúrir, einkum síðdegis. Svipaður hiti áfram.

Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og sums staðar skúrir, einkum síðdegis, en dálítil rigning suðvestantil um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Austanátt, víða hæg. Rigning af og til suðaustanlands, annars skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 8 til 15 stig.

Á sunnudag (sjómannadagurinn):
Norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Áfram milt í veðri.
Spá gerð: 25.05.2025 20:05. Gildir til: 01.06.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica