Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Gengur á með vestangolu eða -kalda og skúrum víða á landinu, en bjart með köflum sunnnaverðu landinu. Fremur hlýtt í veðri með hita að 18 stig á Suðausturlandi.

Í nótt kemur færist smá hæðarhryggur austur yfir land og lægir þá víða, en lægðardrag nálgast í kjölfarið úr suðvestri. Gerir því suðvestankalda eða -strekking á landinu, jafnvel allhvassan vindstrengi í norðvesturfjórðungnum seinnipartinn. Hlýr og rakur loftmassi berst yfir landið og því má reikna með dumbungsveðri með súld eða rigningu. Léttara yfir og þurrt framan af degi eystra, en þar má einnig búast við einhverri vætu seinnipartinn og hita að 20 stigum. Gular veðurviðvaranir eru í gildi fyrir norðvesturhlutann á morgun og fram á laugardagskvöld og eru ökumenn því hvattir til að aka varlega, einkum ef ökutæki og aftanívagnar eru viðkmæm fyrir vindum.

Áfram ákveðnir suðvestandvindar og væta framan af laugardegi, fer síðan að lægja og rofa til, en hlýnar jafnframt upp í eða yfir 25 stig á Austurlandi þegar best lætur.

Útlit fyrir hæglætisvind, úrkomulítið og fremur hlýtt á sunndaginn kemur.
Spá gerð: 14.08.2025 16:35. Gildir til: 16.08.2025 00:00.

Veðuryfirlit

1200 km SV af Reykjanesi er 1027 mb hæð sem fer ANA. Við SV-strönd Grænlands er 992 mb lægðasvæði sem þokast NA. 300 km NA af Langanesi er 1006 mb lægð sem fer A.
Samantekt gerð: 14.08.2025 21:06.

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 5-13 m/s í dag, en 13-18 í vindstrengjum í norðvesturfjórðungi landsins síðdegis. Allvíða súld eða dálítil rigning, en yfirleitt þurrt á austanverðu landinu. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.
Spá gerð: 15.08.2025 01:00. Gildir til: 16.08.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðvestan 5-10 m/s í dag og súld eða dálítil rigning. Hiti 10 til 13 stig.
Spá gerð: 15.08.2025 01:00. Gildir til: 16.08.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Suðvestan 5-13 m/s, en 13-20 á norðvestanverðu landinu. Súld vestantil framan af degi, en þurrt að kalla síðdegis. Hiti 11 til 15 stig. Léttskýjað norðaustan- og austanlands og hiti 20 til 27 stig þar.

Á sunnudag:
Suðvestan 5-13 m/s með vætu af og til, en víða bjartviðri á austurhelmingi landsins. Hiti 13 til 24 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á mánudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning norðantil á landinu, en yfirleitt þurrt sunnanlands. Hiti 10 til 18 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag:
Fremur hæg breytileg átt. Skýjað að mestu og lítilsháttar væta í flestum landshlutum. Hiti víða 12 til 16 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Hæg breytileg átt. Bjart með köflum og hiti yfirleitt á bilinu 13 til 18 stig.
Spá gerð: 14.08.2025 21:00. Gildir til: 21.08.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica