Fremur hæg suðvestlæg átt, en strekkingur norðvestantil undir kvöld. Aðstæður gætu því verið varasamar fyrir ökutæki, sem viðkvæm eru fyrir vindi.
Skýjað með köflum, en líkur á síðdegisskúrum norðaustantil. Hiti allt að 20 stig á Austurlandi, en mun svalara í þokulofti við sjávarsíðuna austantil.
Lægð hreyfist austur úti fyrir Norðurland í nótt snýst þá í vestankalda á morgun. Léttir til víðast hvar í fyrramálið, en norðvestlægari og þykknar upp norðaustantil seinnipartinn, dálítil súld eða rigning þar um kvöldið og herðir á vindi. Kólnar smám saman norðanlands er líður að kveldi.
Á mánudag er von á nýrri lægð, sem veldur þykknadi skýjahulu og vaxandi suðaustanátt, strekkingur eða allhvass vindur með rigningu sunnan- og vestantil um kvöldið. Ekki er ólíklegt að settar verða út gular veðurviðvaranir vegna vinds fyrir mánudagskvöldið.
Spá gerð: 05.07.2025 15:13. Gildir til: 07.07.2025 00:00.
A af Hjaltlandseyjum er 997 mb lægðasvæði, en um 200 km NV af Hornströndum er 994 mb lægð, sem þokast A.
Samantekt gerð: 05.07.2025 19:49.
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, en 8-15 norðvestantil. Skýjað með köflum og þurrt að mestu, en stöku skúrir norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig, en sums staðar svalara í þokulofti við austurströndina.
Vestlæg átt, 5-13 m/s og léttir víða til á morgun, en norðvestlægari og þykknar upp norðaustantil seinnipartinn, heldur hvassara og
dálítil væta þar annað kvöld. Kólnar smám saman fyrir norðan.
Spá gerð: 05.07.2025 18:13. Gildir til: 07.07.2025 00:00.
Hæg vestlæg átt, skýjað með köflum, en norðvestan 5-10 m/s og léttskýjað á morgun.
Hiti 10 til 15 stig.
Spá gerð: 05.07.2025 18:10. Gildir til: 07.07.2025 00:00.
Á mánudag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað framan af degi. Gengur síðan í sunnan 5-13 m/s sunnan- og vestanlands og þykknar upp, hvessir heldur og fer að rigna þar um kvöldið. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt, 5-10 m/s og dálítil rigning eða súld, en bætir í úrkomu um kvöldið. Skýjað, en þurrt að kalla fyrir austan. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt, víða vætusamt og milt veður, en úrkomulítið fyrir austan.
Spá gerð: 05.07.2025 08:28. Gildir til: 12.07.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.