Hæðir suður af landinu og yfir Grænlandi beina hægum vestlægum áttum yfir landið næstu daga. Yfirleitt bjartviðri, en sums staðar þokuloft við suður- og vesturströndina. Smálægð byrjar að myndast suður af landinu aðfaranótt mánudags sem veldur allhvössum norðaustlægum vindstrengjum við Suðausturströndina á mánudeginum. Þá má einnig búast við snjókomu eða slyddu norðan- og austantil, en skúrum víða við Suður- og Vesturströndina.
Á þriðjudeginum og miðvikudeginum verða vestlægar eða breytilegar áttir og yfirleitt hægur vindur og bjart í flestum landshlutum, en kólnar heldur, einkum inn til landsins.
Á fimmtudeginum er útlit fyrir suðlægar áttir þegar lægð nálgast okkur úr vestri, með allhvössum vindstrengjum sunnan- og vestanlands. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 16.11.2025 06:03. Gildir til: 17.11.2025 00:00.
600 km SSV af Reykjanesi er 1028 mb hæðahryggur sem hreyfist lítið, en yfir Grænlandi er 1045 mb hæð. Á Grænlandshafi myndast lægð, sem þokast að landinu í kvöld og nótt.
Samantekt gerð: 16.11.2025 07:24.
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða bjartviðri, en suðlægari seint í dag og dálitlar skúrir eða él vestantil.
Breytileg átt, 3-8 og víða skúrir eða él í fyrramálið, en snjókoma eða slydda með köflum norðan- og austanlands. Gengur í norðan og norðaustan 8-15 seinnipartinn, hvassast suðaustantil og dregur úr úrkomu, fyrst vestantil.
Frost víða 1 til 6 stig fyrir norðan og austan, en hiti annars 0 til 5 stig.
Spá gerð: 16.11.2025 09:51. Gildir til: 18.11.2025 00:00.
Hæg suðaustlæg átt og bjart með köflum framan af degi, síðan 5-10 m/s og þykknar upp með skúrum í kvöld. Norðlæg átt, 5-10 og léttskýjað eftir hádegi á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 16.11.2025 09:32. Gildir til: 18.11.2025 00:00.
Á þriðjudag:
Norðlæg átt, 8-15 m/s og dálítil él austanlands, en yfirleitt mun hægara og bjart í öðrum landshlutum. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Á miðvikudag:
Hægviðri, víða bjart og talsvert frost, en dálítil él á norðanverðu landinu. Gengur í suðaustankalda og þykknar upp á vestanverðu landinu um kvöldið og hlýnar þar.
Á fimmtudag:
Sunnan- og suðaustanstrekkingur með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu víða um land, einkum þó syðra. Hlýnandi veður.
Á föstudag:
Útlit fyrir suðvestlægar áttir, víða dálítil rigning eða slydda, en síðar snjókomu og heldur kólnandi veður.
Á laugardag:
Líklega norðlæg átt með snjókomu eða éljum nyrst, en annars úrkomulaust að mestu og fremur svalt.
Spá gerð: 16.11.2025 07:57. Gildir til: 23.11.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.