Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Lægðasvæði suður af landinu og hæðasvæði til norðurs halda áfram að beina austlægum áttum yfir okkur og í dag hefur fremur ákveðin austanátt verið á landinu öllu og hviður farið víða yfir 30 m/s, einkum við fjöll. Búist er við talsverðri rigningu síðdegis, þó einkum um austanvert landið, en gefin hefur verið út úrkomuviðvörun fyrir Suðausturland. Draga fer úr úrkomu seint í kvöld og nótt og fer að kólna um norðanvert landið.

Á morgun verður víða bjart, en skúrir eða dálítil rigning suðaustantil og jafnvel él eða snjókoma til fjalla, en stöku él norðaustantil. Heldur dregur úr vindi á morgun, en vindstrengurinn við Suðurströndina mun þó halda sér eitthvað áfram og jafnvel fylgja okkur inn í næstu viku, en þá kólnar enn frekar.
Spá gerð: 22.01.2026 15:46. Gildir til: 24.01.2026 00:00.

Veðuryfirlit

350 km V af Reykjanesi er 980 mb lægð sem fer V og grynnist. 850 km SV af Reykjanesi er minnkandi 976 mb lægð á leið VNV. Á N-Grænlandshafi er heldur minnkandi 1028 mb hæð, en yfir N-Grænlandi er 1035 mb hæð.
Samantekt gerð: 22.01.2026 20:25.

Veðurhorfur á landinu

Austan 10-18 m/s og talsverð rigning suðaustanatil fram á nótt, en annars úrkomulítið. Hlýtt. Dregur úr vindi og úrkomu í nótt.
Austan 8-15 á morgun, en 15-20 syðst. Bjartviðri að mestu, en skúrir eða él suðaustan- og austanlands. Fer kólnandi, hiti 0 til 7 stig síðdegis og svalast norðaustanlands.
Spá gerð: 22.01.2026 22:13. Gildir til: 24.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 8-15 m/s og rigning með köflum, en léttir til á morgun. Hiti 5 til 9 stig, en heldur svalara á morgun.
Spá gerð: 22.01.2026 21:59. Gildir til: 24.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Austanátt, víða 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Skúrir eða él suðaustan- og austanlands, annars þurrt að mestu og víða bjart vestan- og norðantil. Hiti 0 til 7 stig, mildast sunnantil, en víða um og undir frostmarki norðantil.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir áframhaldandi austanátt með éljum, en bjart vestanlands. Kólnandi.
Spá gerð: 22.01.2026 20:41. Gildir til: 29.01.2026 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica