Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Mjög djúp lægð er að grafa um sig suðvestur af landinu. Skil hennar hreyfast norður yfir land í dag með austan hvassviðri eða stormi og rigningu. Heldur hægari vindur austantil og talsverð rigning, einkum á Austfjörðum.

Síðdegis verður komin allhvöss suðaustanátt í kjölfar skilanna. Skúradembur á sunnanverðu landinu en styttir smám saman upp fyrir norðan. Í kvöld slær jafnvel aftur í storm um tíma sunnanlands. Hiti 2 til 9 stig.

Á morgun nálgast lægðin en verður farin að grynnast. Það er útlit fyrir fremur hvassa suðaustan- og austanátt með rigningu eða skúrum, en væntanlega nær mjög lítið af úrkomunni norður yfir heiðar. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 11.12.2025 06:28. Gildir til: 12.12.2025 00:00.

Veðuryfirlit

300 km SV af Reykjanesi er víðáttumikil 938 mb lægð sem fer SV, en þokast A og NA í kvöld og á morgun.
Samantekt gerð: 11.12.2025 13:01.

Veðurhorfur á landinu

Austan 15-25 m/s og rigning, en hægari austantil og talsverð úrkoma um tíma. Suðaustan 13-20 síðdegis og skúrir, en dregur úr vindi og styttir upp fyrir norðan.

Suðaustan og austan 13-20 og rigning eða skúrir á morgun, en hægari og úrkomuminna á norðanverðu landinu. Dregur úr vindi seinnipartinn.

Hiti 2 til 9 stig.
Spá gerð: 11.12.2025 10:45. Gildir til: 13.12.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 13-20 m/s og rigning, en suðaustan 10-18 og skúrir upp úr hádegi. Dregur úr vindi eftir hádegi á morgun. Hiti 4 til 8 stig.
Spá gerð: 11.12.2025 09:31. Gildir til: 13.12.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Fremur hæg breytileg átt og stöku skúrir eða slydduél, en suðvestan strekkingur austanlands fram eftir morgni. Kólnandi, hiti um eða rétt yfir frostmarki seinnipartinn. Norðan 5-13 m/s um kvöldið með rigningu suðaustantil.

Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-10 og skúrir eða él, en lengst af þurrt austanlands. Hiti 0 til 5 stig, en frystir inn til landsins.

Á mánudag:
Austlæg átt og skúrir eða él við suðurströndina, annars þurrt að mestu. Hiti um eða undir frostmarki.

Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt og dálítil él, en styttir upp á Suður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Austlæg átt og rigning, slydda eða snjókoma með köflum.
Spá gerð: 11.12.2025 08:38. Gildir til: 18.12.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica