Dálítil lægð hreyfist norður fyrir austan land og rignir dálítil þangað til lægðin er komin norður í haf. Á Grænlandshafi er hægfara lægðasvæði og vindar því almennt hægir á landinu. Fremur hæg suðlæg átt og dálitlar skúrir eða él á morgun, en lægð langt suður í hafi nálgast og gengur í norðaustankalda eða -strekking suðaustantil annað kvöld með slyddu eða rigningu víða um land, en rigningu við suður- og vesturströndina. Helst þó þurrt að mestu norðvestantil á landinu.
Á fimmtudag er lægðin komin austur af landinu, vindur orðinn að norðan og farið að kólna. Úrkoma fer þá yfir í snjókomu eða éljagang norðvestantil, en rofar til sunnan heiða, en kólnar enn og hvessir á föstudag. Undir vikulokin gæti færð farið að spillast fyrir norðan og er fólki því ráðlagt að fylgjast náið með fréttum af veðri og færð áður en lagt er af stað.
Spá gerð: 03.12.2024 15:43. Gildir til: 04.12.2024 00:00.
Á Grænlandshafi er 981 mb lægðasvæði, sem þokast NA, en 250 km SA af Hornafirði er 995 mb smálægð á N-leið. Yfir S-Noregi er kyrrstæð 1024 mb hæð.
Samantekt gerð: 03.12.2024 14:13.
Suðaustan 8-15 m/s og slydda eða rigning norðaustantil í fyrstu, en síðan suðvestlægari og birtir til. Hæg suðlæg eða breytileg átt í öðrum landshlutum og skúrir eða él á víð og dreif.
Gengur í norðaustan 8-15 m/s með snjókomu eða slyddu síðdegis á morgun og rigningu við suður- og austurströndina, en úrkomulítið norðvestantil.
Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 03.12.2024 15:23. Gildir til: 05.12.2024 00:00.
Hæg breytileg átt og dálítil él, en norðaustan 5-10 m/s og slydda eða snjókoma annað kvöld. Hiti nærri frostmarki.
Spá gerð: 03.12.2024 15:24. Gildir til: 05.12.2024 00:00.
Á fimmtudag:
Norðan og norðvestan 10-18 m/s og slydda eða rigning, en snjókoma norðvestantil. Hiti kringum frostmark.
Á föstudag:
Norðvestan 13-20 m/s og snjókoma eða éljagangur, en bjart með köflum sunnan heiða. Kólnandi veður.
Á laugardag:
Stíf norðvestanátt með snjókomu og hríðarveðri norðan- og austanlands, en annars víða bjart og kalt í veðri.
Á sunnudag:
Hægur vindur, bjart veður og talsvert frost um land allt. Vaxandi sunnanátt með hlýnandi veðri vestantil seinnipartinn.
Á mánudag:
Suðlæg átt, vætusamt og milt um allt land.
Spá gerð: 03.12.2024 07:56. Gildir til: 10.12.2024 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.