Hæð er nú að þokast austur yfir landið. Stöku él norðaustanlands fram á kvöld en annars bjartviðri.
Á morgun, miðvikudag hvessir af suðaustri með stöku éljum við suðvestur- og vesturströndina. Hægari vindur annars staðar og á Norður- og Austurlandi er búist við björtu veðri og talsverðu frosti.
Spá gerð: 21.01.2025 15:52. Gildir til: 22.01.2025 00:00.
Skammt NA af Íslandi er 1019 mb hæð sem þokast A. Um 900 km NV af Hvarfi er víðáttumikil 955 mb lægð á norðurleið, en um 200 km NNA af Hvarf er nærri kyrrstæð 986 mb lægð.
Samantekt gerð: 22.01.2025 02:37.
Suðaustan 10-18 suðvestantil í dag, hvassast á annesjum. Skýjað þar og stöku él. Hæg breytileg átt og bjartviðri um landið norðan- og austanvert. Frostlaust við suðvesturströndina, annars 1 til 13 stiga frost, kaldast inn til landsins á Norðausturlandi.
Suðaustan og austan 10-18 á morgun. Bætir í ofankomu, ýmist rigning, slydda eða snjókoma og lægir um landið vestanvert eftir hádegi, en lengst af þurrt norðantil. Hiti víða 0 til 4 stig á láglendi.
Spá gerð: 22.01.2025 04:02. Gildir til: 23.01.2025 00:00.
Vaxandi suðaustanátt, 8-15, skýjað og úrkomulítið í dag. Hiti um frostmark. Úrkomumeira á morgun, rigning, slydda eða snjókoma og lægir eftir hádegi. Styttir upp annað kvöld. Hiti 1 til 3 stig.
Spá gerð: 22.01.2025 04:02. Gildir til: 23.01.2025 00:00.
Á fimmtudag:
Austan og suðaustan 5-15, hvassast syðst. Slydda, rigning eða snjókoma með köflum og hiti kringum frostmark. Að mestu þurrt fyrir norðan og frost víða 0 til 7 stig.
Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt með snjó- eða slydduéljum í flestum landshlutum, en hvassari og úrkomumeira um tíma norðaustantil. Frost 2 til 8 stig, en hiti nálægt frostmarki norðaustanlands.
Á laugardag og sunnudag:
Norðaustanátt, fremur hæg. Dálítil él í flestum landshlutum. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins.
Á mánudag:
Útlit fyrir norðlæg eða breytileg átt og víða þurrt. Frost um allt land, mest inn til landsins.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir hæga breytileg átt með björtu og köldu veðri.
Spá gerð: 21.01.2025 20:15. Gildir til: 28.01.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.