Útgáfa

Útgáfa á vegum Veðurstofu Íslands

Útgáfa á vegum Veðurstofu Íslands er skráð í landskerfi bókasafna, www.leitir.is.

Sjá lista hér til vinstri; sjá einnig ritaskrá starfsmanna.

Upplýsingar um útgáfu sem ekki er aðgengileg rafrænt eru veittar á bókasafni á afgreiðslutíma Veðurstofunnar.

Skjöl á vef Veðurstofunnar eru jafnan á PDF-sniði. Forrit til að lesa PDF-skjöl.

Tímaritið Veðráttan

Veðurstofan gefur út tíðarfarsyfirlit liðins mánaðar í byrjun hvers mánaðar, byggt á athugunum í Reykjavík, á Akureyri, í Akurnesi, í Keflavík og á Hveravöllum. Niðurstöður mælinga á mönnuðum stöðvum eru birtar í tímaritinu Veðráttan 1924-1997. Hér á vef Veðurstofunnar eru meðaltalstöflur þar sem skoða má tímaraðir fyrir valdar veðurstöðvar, bæði mánaðargildi og ársgildi, en upplýsingarnar eru útdráttur úr Veðráttunni.

Forverar Veðráttunnar voru Íslensk veðurfarsbók, sem kom út á árunum 1920-1923, og Meteorologisk aarbog, II del. Færøerne, Island, Grønland og Vestindien, sem gefin var út af dönsku veðurstofunni - Danmarks Meteorologiske Institut 1873-1919.

Ofanflóðahættumat

Á vefsíðu ofanflóða er að finna útgefnar skýrslur og aðrar upplýsingar um hættumat fyrir þéttbýlisstaði sem búa við snjóflóðahættu.


Nýjar fréttir

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Á meðan kvikusöfnun heldur áfram og þrýstingur í kerfinu hækkar er kvikuhlaup úr Svartsengi og eldgos á Sundhnúksgígaröðinni líklegasta sviðsmyndin næstu vikurnar.  

Lesa meira

Saman erum við sterkari

Saman erum við sterkari. Kynningarfundur um samstarf HÍ og Veðurstofu Íslands í þágu rannsókna, uppbyggingar rannsóknainnviða og vöktunar náttúruvár. Samstarf stofnananna gegnir mikilvægu hlutverki í að efla vísindalega þekkingu, styrkja viðbúnaðargetu samfélagsins.

Lesa meira

Veðursjá á Bjólfi tímabundið óvirk

Veðursjá Veðurstofu Íslands á Bjólfi ofan Seyðisfjarðar á Austurlandi er tímabundið óvirk vegna bilunar.

Beðið er eftir varahlutum sem berast undir lok þessarar viku og er því gert ráð fyrir því að hægt verði að gera við stöðina í næstu viku.

Lesa meira

Tíðarfar í desember 2025

Desember var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi á landinu öllu. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga. Jólin voru sérstaklega hlý þegar sunnanhvassviðri gekk yfir landið. Nýtt desemberhámarkshitamet var sett þegar hiti mældist 19,8 stig á Seyðisfirði seint á aðfangadagskvöld.  

Lesa meira

Glitský yfir Skagafirði — vetrarlegt háloftafyrirbæri

Glitský eru ákaflega fögur ský sem myndast í heiðhvolfinu, að jafnaði í um 15 - 30 km hæð. Þau sjást helst um miðjan vetur, við sólarlag eða sólarupprás þegar sólin skín upp á skýin þótt annars sé rökkur eða jafnvel myrkur við jörðu. Litadýrðin minnir á perlumóður, það er að segja lagið sem sést innan á sumum skeljum, og víða eru þau því nefnd perlumóðurský. Enska heitið „nacreous clouds“ merkir einmitt perlumóðurský. Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica