Hvassir austan- og norðaustanvindstrengir á sunnan- og vestanverðu landinu fram eftir morgni, og áfram norðvestanlands fram á nótt. Getur verið varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.
Einnig er útlit fyrir norðaustan hríð á Vestfjörðum eftir hádegi, sjá viðvörun.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi: 17.12.2025 04:11
Athugasemdir veðurfræðings eru skrifaðar þegar þurfa þykir af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.