Veðurstöðvar

Veðurstöðin á Skálafelli endurnýjuð - Veðurstofa Íslands 7.5.2015

Síðla vetrar 2014 - 2015 féll mastrið sem ber uppi sjálfvirku veðurstöðina á Skálafelli og fyrsta dag aprílmánaðar var farið upp á Skálafell að sækja mastrið. Hafin er smíði á nýju mastri eftir því gamla vegna þess að þörf er á veðurstöð á þessum stað. Sennilega hefur stag slitnað eða losnað frá mastrinu. Það olli því að mastrið féll vegna ísingar og vinds. Vera má að stagið hafi slitnað eða losnað frá töluvert áður en mastrið féll.

Lesa meira
Vifilsstadir_t13

Vífilsstaðir - Trausti Jónsson 7.9.2010

Nú eru eitt hundrað ár liðin frá stofnun Vífilsstaðaspítala. Þá má nota tækifærið til að rifja upp að þar var veðurathugunarstöð á árunum 1910 til 1923. Fyrstu sólskinsstundamælingar á landinu voru gerðar á Víflisstöðum. Úrkomumælingar voru gerðar á staðnum 1963 til 1999. Lesa meira
hitamælaskýli

Íslenska hitamælaskýlið - Trausti Jónsson 1.9.2010

Íslenska hitamælaskýlið er öðruvísi en þau sem algengust eru í heiminum, það er t.d. talsvert lokaðra. Tiltölulega opin rimlaskýli eru algengust, rimlar á skýlinu eru þá skásettir þannig að beinnar geislunar gæti ekki við mælana. Lesa meira
svarthvít ljósmynd af eldri manni

Veðurathuganir í Reykjavík 1857 til 1880 - Trausti Jónsson 28.10.2009

Jón Þorsteinsson landlæknir hætti veðurathugunum í lok febrúar 1854, og lést árið eftir. Þá var veðurathuganalaust í Reykjavík. Ekki er ljóst hvað gerðist á árunum 1854 til 1871, en síðarnefnda árið komst aftur regla á athuganir. Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica