Veðurstöðvar

Vedurstodin-hvanneyri-2023

Veðurstöðin á Hvanneyri tekur breytingum - vedur.is 28.2.2024

Ný veðurstöð á Hvanneyri

Á undanförnum tveimur árum hefur Veðurstofa Íslands í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands unnið að færslu og uppfærslu á veðurmælingum á Hvanneyri. Síðan sjálfvirk veðurstöð var sett upp á Hvanneyri árið 1997 hefur umhverfi hennar tekið nokkrum breytingum og veðurstöðin er orðin umlukin trjágróðri og byggingum. Hún uppfyllir því ekki lengur kröfur Veðurstofunnar og Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um stöð sem mælir veður sem er lýsandi fyrir svæðið. Að auki uppfyllir hún heldur ekki kröfur Landbúnaðarháskólans fyrir landbúnaðarrannsóknir. Þess utan er veðurstöðin í alfaraleið innan Hvanneyri og hafði stundum orðið fyrir hnjaski vegna leiks og starfa íbúa á svæðinu. Því var ljóst að til að hægt væri að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til veðurmælinga þyrfti að færa þær til innan Hvanneyris.

Lesa meira

Veðurstöðin á Skálafelli endurnýjuð - Veðurstofa Íslands 7.5.2015

Síðla vetrar 2014 - 2015 féll mastrið sem ber uppi sjálfvirku veðurstöðina á Skálafelli og fyrsta dag aprílmánaðar var farið upp á Skálafell að sækja mastrið. Hafin er smíði á nýju mastri eftir því gamla vegna þess að þörf er á veðurstöð á þessum stað. Sennilega hefur stag slitnað eða losnað frá mastrinu. Það olli því að mastrið féll vegna ísingar og vinds. Vera má að stagið hafi slitnað eða losnað frá töluvert áður en mastrið féll.

Lesa meira
Vifilsstadir_t13

Vífilsstaðir - Trausti Jónsson 7.9.2010

Nú eru eitt hundrað ár liðin frá stofnun Vífilsstaðaspítala. Þá má nota tækifærið til að rifja upp að þar var veðurathugunarstöð á árunum 1910 til 1923. Fyrstu sólskinsstundamælingar á landinu voru gerðar á Víflisstöðum. Úrkomumælingar voru gerðar á staðnum 1963 til 1999. Lesa meira
hitamælaskýli

Íslenska hitamælaskýlið - Trausti Jónsson 1.9.2010

Íslenska hitamælaskýlið er öðruvísi en þau sem algengust eru í heiminum, það er t.d. talsvert lokaðra. Tiltölulega opin rimlaskýli eru algengust, rimlar á skýlinu eru þá skásettir þannig að beinnar geislunar gæti ekki við mælana. Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica