Síðla vetrar 2014 - 2015 féll mastrið sem ber uppi sjálfvirku veðurstöðina á Skálafelli og fyrsta dag aprílmánaðar var farið upp á Skálafell að sækja mastrið. Hafin er smíði á nýju mastri eftir því gamla vegna þess að þörf er á veðurstöð á þessum stað. Sennilega hefur stag slitnað eða losnað frá mastrinu. Það olli því að mastrið féll vegna ísingar og vinds. Vera má að stagið hafi slitnað eða losnað frá töluvert áður en mastrið féll.
Lesa meira