Greinar

gamalt veðurkort
3. mynd. Veðurkort frá Norsku veðurstofunni frá kvöldi 24. janúar 1868. Hér er loftþrýstingur við sjávarmál sýndur í millimetrum kvikasilfurs og vindur með vindörvum þar sem vindstyrkur er táknaður með skástrikum (fönum). Hvorttveggja tíðkast enn í dag, þó þrýstieining sé önnur og merking fananna ekki nákvæmlega sú sama. Kortinu fylgir veðurlýsing þar sem meðal annars er sagt frá breytingum á vindstyrk og vindáttum, loftþrýsingi og hita (Heimild: H. Mohn, 1870. Storm-Atlas. Christiania: Det Norske Meteorologiske Institut). Á þessum tíma bárust engar upplýsingar frá Íslandi fyrr en mörgum mánuðum eftir að athugun varð gerð. Kort sem náðu til Íslands var því ekki hægt að gera samtímis veðrinu. Á þessu fékkst ekki bót fyrr en með lagningu sæstrengsins til Íslands 1906. Í september það ár bárust fyrstu veðurskeytin frá Seyðisfirði til útlanda og í janúar 1907 var loks hægt að senda skeyti frá Reykjavík.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica