Október 2006

Elín Björk Jónasdóttir 3.1.2007

Októbermánuður var í hlýrra lagi, sólríkur og lygn í Reykjavík. Meðalhiti mældist 4.8 stig, sem er 0.4 stigum yfir meðallagi. Á Akureyri var einnig lygnt, en ekki jafn sólríkt, en þó var meðalhitinn 0.5 stigum yfir meðaltali, eða 3.5 stig. Á Höfn í Hornafirði mældist meðalhitinn 5.7 stig, sem er 1.2 stigi yfir meðaltali og á Hveravöllum mældist meðalhitinn -0.4 gráður, 0.8 gráðum hærra en í meðalári.
Í Reykjavík var samanlögð úrkoma 105.5 mm, um 20 % meira en í meðalári. Á Akureyri var úrkomumagnið 76 mm, 30% umfram meðalúrkomu. Á Höfn mældust 186 mm.
Sólskinsstundir í Reykjavík voru 40 fleirri en í meðalári, eða 130. Á Akureyri voru 42 sólskinsstundir, 10 færri en að meðaltali.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica