Ágúst 2006

Elín Björk Jónasdóttir 3.1.2007

Ágústmánuður var yfir meðallagi hlýr um allt land. Í Reykjavík var meðalhitinn 11,4°C sem og í Akurnesi og á Akureyri. Í Reykjavík var hitinn 1,1 gráðu yfir meðallagi, í Akurnesi 1,4 gráðum yfir meðallagi og á Akureyri 1,2 gráðum yfir meðallagi . Á Hveravöllum var meðalhitinn 8,5°C sem eru 2,3 gráðum hærra en í meðalári.

Úrkoman í Reykjavík mældist 42,5 mm eða tæp 70% af úrkomu í meðalári. Þetta er minnsta úrkoma í ágústmánuði í Reykjavík síðan 1994. Á Akureyri var mæld samanlögð úrkoma 47,3 mm, en það eru 140% af úrkomu í meðalári. Í Akurnesi var úrkoman 49.9 mm.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 159 klst, 6 stundum fleiri en í meðalári. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar 143 klst, 7 stundum yfir meðaltali.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica