Júní 2006

Trausti Jónsson 1.7.2007

Tíðarfar í nýliðnum júnímánuði var úrkomu- og umhleypingasamt um landið sunnanvert, en hagstæðara norðan- og austanlands. Talsvert kuldakast gerði þ.12. til 13.

Meðalhiti í Reykjavík var 9,4 stig og er það 0,4 stigum yfir meðallagi. Júnímánuðir áranna 2002 til 2005 voru allir óvenju hlýjir og hagstæðir og bregður því nokkuð við nú, þó hiti sé ofan meðallags. Nokkru kaldara var í júní 2001 en nú. Meðalhiti á Akureyri var 10,9 stig og hefur ekki orðið hærri í júní þar síðan 1988. Meðalhiti í Akurnesi var 9,9 stig eða 1,5 stigum yfir meðallagi og 5,8 stig á Hveravöllum sem er 1 stigi yfir meðallagi.

Úrkoma í Reykjavík mældist 58 mm og er það 17% umfram meðallag, oft hefur rignt meira í júní, síðast 2003. Úrkomudagarnir urðu þó óvenju margir eða 24 en það er 7 umfram meðallag. Ekki hefur rignt jafn marga daga í júní frá 1983 en þá voru úrkomudagarnir 25, úrkomudagar í júní 1960 voru líka 25 og 24 1969. Á Akureyri mældist úrkoman aðeins tæpir 10mm og er það innan við helmingur meðalúrkomu þar. Þetta er minnsta úrkoma í júní á Akureyri frá 1998, en þá mældist hún 9mm. Úrkoman í Akurnesi mældist 85mm.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 143, hið minnsta í júní frá 1999 og 18 stundum undir meðallagi, en oft hafa sólskinsstundirnar orðið mun færri í júní. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 188 og er það 11 stundum umfram meðallag.

Hæsti hiti í mánuðinum mældist 22,5 stig í Miðfjarðarnesi þ.10. Mest frost í mánuðinum mældist -5,8 stig á Brúarjökli þ.13. Sömu nótt var frost á nokkrum stöðvum í byggð.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica