Vorið 2006

Trausti Jónsson 3.1.2007

Meðalhiti vorsins var um 0,4 stigum undir meðallagi bæði í Reykjavík og á Akureyri, úrkoma í Reykjavík var í meðallagi, en 34% umfram meðallag á Akureyri. Vorið var mjög sólríkt í Reykjavík, sólskinsstundir mældust 492 og hafa aðeins einu sinni orðið fleiri, 509, vorið 1924. Í fyrravor voru sólskinsstundir nærri því jafnmargar og nú. Sólskinstundafjöldi á Akureyri var í meðallagi að þessu sinni.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica