Mars 2006

Trausti Jónsson 3.1.2007

GreinMánuðurinn var mjög skiptur hvað tíðarfar varðar. Fyrstu dagarnir voru fremur kaldir, en síðan kom hlýindakafli sem náði hámarki dagana 15. til 20. Köld norðanátt var ríkjandi síðustu 10 daga mánaðarins og var vindur allhvass lengst af. Mjög þurrt var þá um landið sunnanvert, en norðanlands og austan snjóaði talsvert. Mikill sinubruni hófst á Mýrum síðasta dag mánaðarins.

Meðalhiti í Reykjavík var 0,9 stig og er það 0,4 stigum ofan við meðallag og er þetta fimmti mánuðurinn í röð ofan meðallags í þessari syrpu. Á Akureyri var meðalhitinn -0,5 stig og er það 0,8 stigum ofan meðallags. Í Akurnesi mældist meðalhitinn 0,6 stig og er það 0,6 stigum undir meðallagi. Á Hveravöllum var meðalhiti -5,3 stig og er það 0,8 stigum ofan meðallags. Úrkoma í Reykjavík mældist 52 mm og er það rúm 60% meðalúrkomu, á Akureyri mældist úrkoman 61 mm og er það um 40% umfram meðallag. Í Akurnesi mældist úrkoman 43 mm. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 141 og er það rúmlega 30 stundum umfram meðallag. Oft hefur sólskin þó verið meira í mars. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 75 og er það í rétt tæpu meðallagi.

Lægsti hiti mánaðarins mældist á veðurstöð á Brúarjökli, -24,6 stig og -24,4 stig í Möðrudal, hvort tveggja 5. dag mánaðarins. Hæstur varð hitinn á sjálfvirku stöðinni á Fagurhólsmýri 16,6 stig þ.18.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica