Ágúst 2005

Guðrún Þ. Gísladóttir 3.1.2007

Ágústmánuður var nokkuð í meðallagi á suðvesturhorni landsins en blautur og frekar kaldur norðanlands.

Meðalhitinn í Reykjavík mældist 10,5°C sem 0,2 gráðum yfir meðallagi. Á Akureyri var meðalhitinn 0,5 °C lægri en í meðalári, og mældist hann 9,5 gráður. Í Akurnesi mældist meðalhitinn 10,2 gráður og á Hveravöllum 5,8 gráður.

Úrkoma í Reykjavík var 72mm sem er um 15% meira en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoman 74,2mm og er það 218% af meðallagi. Þetta er mesta mælda úrkoma í ágúst á Akureyri síðan 1992, en þá mældust þar 109mm. Úrkoman í Akurnesi mældist 108.9 mm.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 168 og eru það 13 fleiri en í meðalári. Á Akureyri voru sólskinsstundir einungis 84 og eru það 52 færri sólskinsstundir en í meðalári. Þar hefur sólskin í ágúst ekki mælst minna síðan 1969, en þá mældust sólskinsstundirnar 75. 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica