Júní 2005
Júní var frekar hlýr og sólríkur í Reykjavík. Meðalhiti var 10,5°C sem er 1,5 gráðum yfir meðallagi. Úrkoma í Reykjavík var samanlagt 40,2 mm og eru það um 80% af meðalúrkomu. Sólarstundir voru 208 og er það 40 stundum meira en í meðalári.
Meðalhiti á Akureyri var 9,5°C eða 0,4 gráðum yfir meðaltali. Úrkoma mældist 55 mm sem er tvöföld meðalúrkoma þar um slóðir. Úrkoma í júní hefur ekki mælst meiri á Akureyri síðan 1972, en þá mældust þar 112mm. Sólskinsstundir voru 157, eða um 20 færri en í meðalári. Í Akurnesi var meðalhitinn 9,4 gráður og úrkoma var 49mm. Á Hveravöllum var meðalhitinn 6,1°C.