Apríl 2005

Guðrún Þ. Gísladóttir 3.1.2007

Grein

Tíðarfar í nýliðnum aprílmánuði var lengst af hagstætt. Svalt var í veðri framan af, sérstaklega dagana 6. og 7. Um miðjan mánuð hlýnaði verulega og var hiti síðari hluta mánaðarins vel yfir meðallagi að slepptum 2 síðustu dögunum. Nokkuð hvasst varð víða um land um miðjan mánuð.

Meðalhiti í Reykjavík var 4,2 stig og er það 1,3 stigum ofan við meðallag. Talsvert hlýrra var í apríl bæði í fyrra og hittiðfyrra. Meðalhiti á Akureyri mældist 2,9 stig og er það 1,3 stigum ofan meðallags eins og í Reykjavík. Í Akurnesi var meðalhitinn 4,0 stig og -1,5 stig á Hveravöllum.

Úrkoma í Reykjavík mældist 77 mm og er það um þriðjungi umfram meðallag. Á Akureyri mældist úrkoman 28 mm og er það í rétt tæpu meðallagi. Í Akurnesi mældust 105 mm.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 168 og er það 28 stundum umfram meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 100 og er það um 30 stundum undir meðallagi.

Þ.19. mældist hámarkshiti í Reykjavík 14,0 stig, svo hár hefur hiti ekki mælst í apríl í Reykjavík síðan 1965. 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica