Desember 2004

Guðrún Þ. Gísladóttir 9.1.2007

Tíðarfar í nýliðnum desember var mjög umhleypingasamt. Nokkuð snarpan byl gerði um norðan- og norðaustanvert landið á aðfangadag og jóladag. Meðalhiti í Reykjavík var -0,2 stig og er það í meðallagi, en -1,5 stig á Akureyri og er það 0,4 stigum ofan meðallags. Í Akurnesi var meðalhitinn -0,7 stig og -6,6 stig á Hveravöllum.

Úrkoma í Reykjavík mældist 86 mm og er það tæpum 10% yfir meðallagi. Á Akureyri mældist úrkoman 40 mm og er það um 3/4 hlutar meðalúrkomu. Í Akurnesi mældist úrkoman 143mm.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust aðeins 1,3 og er það tæpum 11 stundum minna en í meðalári. Sólskinsstundir hafa nokkrum sinnum verið álíka fáar í Reykjavík í desember, síðast 1992. Ekkert sólskin mældist á Akureyri, eins og langalgengast er þar í desember.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica