September 2004

Guðrún Þ. Gísladóttir 3.1.2007

September var nokkuð hlýr, en úrkomusamt var og fremur sólarlítið.

Meðalhiti í Reykjavík var 9,0°C og er það 1,6°C yfir meðallagi áranna 1961- 1990. Þetta er þrítugasti mánuðurinn í röð í Reykjavík með hita ofan meðallags. Á Akureyri var meðalhitinn 8,8°C og er það 2,6°C ofan meðallags. Í Akurnesi var meðalhitinn 9,3°C og 4,5°C á Hveravöllum.

Úrkoma í Reykjavík mældist 94 mm og er það um 40% ofan meðallags. Á Akureyri mældist úrkoman 57mm og er það 58% ofan meðallags. Í Akurnesi mældust 238mm.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 103, eða 22 færri en í meðalári. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 72 eða 14 undir meðallagi.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica