Júní 2004
Tíðarfar í júnímánuði var hagstætt um allt land. Meðalhiti í Reykjavík mældist 10.5 stig, eða 1.5 stigum ofan meðallags, á Akureyri var meðalhiti 9.2 stig, 0.8 stigum ofan meðallags. Í Akurnesi mældist meðalhitinn 9.2 stig og 7.1 stig á Hveravöllum. Hiti í Reykjavík hefur nú verið ofan meðallags í 27 mánuði samfellt.
Úrkoma í Reykjavík mældist 45.2 mm eða um 90 % af meðallagi, á Akureyri mældist úrkoma 17.5 mm og er það um 32% undir meðallagi. Í Akurnesi mældust 57.0 mm.
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 199, um 38 stundum meira en í meðalári. Á Akureyri mældust 184 sólskinsstundir og er það 7 stundum meira en í meðalári.