Maí 2004

Guðrún Þ. Gísladóttir 3.1.2007

Maímánuður var fremur kaldur framan af, en síðasta vikan var óvenju hlý um mikinn hluta landsins.
Meðalhiti í Reykjavík var 7,3 stig og er það 1,0 stigi ofan meðallags, á Akureyri var meðalhitinn 6,2 stig og er það 0,7 stigum ofan meðallags. Hiti hefur nú verið ofan meðallags í Reykjavík í 26 mánuði samfellt. Í Akurnesi var meðalhitinn 7.2 stig og 3 stig á Hveravöllum. Úrkoman í Reykjavík mældist 70 mm og er það 60% ofan meðallags.
Á Akureyri mældist úrkoman 31 mm og er það einnig um 60% ofan meðallags. Í Akurnesi mældust 89 mm, en 53 mm á Hveravöllum. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 178 og er það um 14 stundum minna en að meðaltali í maí. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar aðeins 114 og er það 60 stundum minna en í meðalári. Ekki hefur verið jafn sólarlítið í maí á Akureyri síðan 1983, Akureyringar bjuggu þó við svipað sólarleysi í maí 1995. Á Hveravöllum mældust 174 sólskinsstundir.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica