Apríl 2003

Trausti Jónsson 9.1.2007

Mikil hlýindi voru um allt land og þurrviðrasamt á norðan- og austanverðu landinu en sólarlítið. Meðalhiti mánaðarins var með því mesta sem mælst hefur til þessa. Í Reykjavík var meðalhitinn 6,2° og er það 3,1° yfir meðaltali áranna 1961-1990 og á Akureyri var meðalhitinn 5,6° sem er 3,9° yfir meðallagi.Aðeins einn aprílmánuður hefur hærri meðalhita en var í ár og var það árið 1974. Þá var einkum hlýtt á norðanverðu landinu og var meðalhitnn á Akureyri 6,8° og í Reykjavík 6,3° . Þessi tvö ár skera sig úr. Hitamet mánaðarins voru slegin víða um land um og eftir miðjan mánuðinn. Hæsti hiti mældist 21,4° á sjálfvirkri stöð á Hallormsstað þ.19. og á Sauðanesi mældist 21,1° þ.18. en hitinn komst allvíða yfir 20° á norðan- og austanverðu landinu þessa daga. Úrkoman mældist rúmlega fjórðungi meiri en venja er í Reykjavík, 73,6 mm og féll hún að mestu fyrri hluta mánaðarins. Á Akureyri mældist úrkoman tæplega helmingur þess er venja er, 13,1 mm. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 120 sem er 20 stundum færri en í meðalmánuði og á Akureyri voru þær 88,9 sem er 41 stundu færri og hafa þær ekki orðið svo fáar á Akureyri síðan 1992.

Á Hveravöllum var meðalhitinn 0,8°. Úrkoman mældist 98,8 mm og sólskinsstundir 120,8.

Í Akurnesi var meðalhitinn 5,7° og úrkoman mældist aðeins 63 mm.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica