Janúar 2003

Trausti Jónsson 9.1.2007

Janúarmánuður var fremur hlýr og í þurrara lagi. Mikil hlýindi voru fram yfir miðjan mánuð en upp úr því gerði kuldakast með miklu frosti um allt land dagana 18.-23. Frostið á Norðausturlandi fór niður fyrir -20°.

Í Reykjavík var meðalhitinn 1,5° sem er 2° yfir meðaltali áranna 1961-1990. Úrkoman mældist 44,8 mm sem er rúmlega helmingur þess er venja er og sólskinsstundir voru 24,2 eða 3 stundum færri en í meðalmánuði. Á Akureyri var meðalhitinn -1,1° sem er 1,1° yfir meðallagi. Úrkoman var í tæpu meðallagi 49,3 mm og sólskinsstundir 5 færri en venja er eða 1,8. Í Akurnesi var meðalhitinn 0,1° og úrkoman mældist 99,4 mm. Á Hveravöllum mældist hitinn -4,8°C. Úrkoman mældist 35,9 mm og sólskinsstundir 13,3.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica