Nóvember 2002

Trausti Jónsson 9.1.2007

Mánuðurinn var hlýr um allt land. Snarpt kuldakast gerði dagana 15.-17. en annars var hiti langt yfir meðallagi. Óvenju úrkomusamt var á Austfjörðum, Austurlandi og Suðausturlandi. Úrkoma var þar alla daga nema dagana 15.-17. og á köflum mjög mikil. Mánaðarúrkoman á nokkrum stöðvum var langtum meiri en áður hefur mælst s.s. á Kollaleiru í Reyðarfirði. Þar mældust tæpir 1000 mm.
Meðalhitinn í Reykjavík var 4,7° sem er 3,6° yfir meðaltali áranna 1961-1990 og hefur ekki orðið svo hlýtt í Reykjavík í nóvember síðan 1968 en þá var álíka hlýtt. Úrkoma mældist 84,9 mm sem er rúmlega það sem venja er. Sólskinsstundir voru 52,6, 13,6 stundum umfram meðallag.
Á Akureyri var meðalhitinn 3,6° sem er 4,0° yfir meðallagi. Mun hlýrra var í nóvember árið 1993 en þá mældist hitinn 4,5°. Úrkoman mældist 68,6 mm og er það rúmlega fimmtungi meir en venja er. Sólskinsstundir voru 11,3, eða 3,7 stundum færri en venja er.
Í Akurnesi var meðalhitinn 5,4° og úrkoman þar mældist 582,8 m og er það langt umfram mestu mánaðarúrkomu sem mælst hefur í Hornafirði til þessa.
Á Hveravöllum var meðalhitinn -0,8° sem er það hæsta síðan 1968. Úrkoman mældist 37,5 mm og sólskinsstundir 40,6.

 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica