Október 2002

Trausti Jónsson 9.1.2007

Meðalhiti mánaðarins var yfir meðallagi þrátt fyrir kuldakast í lok mánaðarins. Einmuna hlýindi voru fram yfir miðjan mánuð.

Í Reykjavík var meðalhitinn 4,9° sem er 0,5° yfir meðallagi. Úrkoma mældist 68,8 mm sem er fimmtungi minni en venja er og sólskinsstundir voru 134,8 og er það 52 stundum umfram meðallag og hefur ekki mælst meiri sól í október í Reykjavík síðan 1981 en þá mældust 142 sólskinsstundir.

Á Akureyri var meðalhitinn 4° sem er 1° yfir meðallagi. Úrkoma mældist í tæpu meðallagi 50,7 mm og sólskinsstundir 43,9 sem er 8,1 stund undir meðallagi.

Í Akurnesi var meðalhitinn 5,5° og úrkoman þar mældist 352,9 og féll hún að mesu leiti dagana 7.-14.. Ekki hefur mælst meiri úrkoma þar síðan mælingar hófust fyrir 10 árum.

Á Hveravöllum var meðalhitinn 0,1°. Úrkoma mældist 33,4 mm og sólskinsstundir 70,3.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica