Vorið 2002
Vorið var gott þegar á heildina er litið en nokkuð kaflaskipt. Apríl var góður nyðra en maí syðra.
Í Reykjavík var hitinn 5,6° sem er 1° yfir meðallagi og á Akureyri 4,4° sem er 0,8° yfir meðallagi. Úrkoman var í rúmu meðallagi á báðum stöðum, 113,3 mm í Reykjavík og 48,5 mm á Akureyri. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 382,1 sem er 50 stundum umfram meðallag en 270,9 á Akureyri sem er 33 stundum færra en venjulega.