Haustið 2001

Trausti Jónsson 9.1.2007

Haustið var hlýtt og vætusamt fyrir norðan og austan einkum í október. Meðalhitinn var 1,4° yfir meðallagi bæði á Akureyri og í Reykjavík . Heldur hlýrra var árið 1997 og svipaður hiti var árið 1999.
Meðalhitinn í Reykjavík var 4,0° og úrkoman var í tæpu meðallagi eða 143,2 mm. Á Akureyri var meðalhitinn 2,7° en úrkoman var 2/3 hlutum umfram eða meðallag 186,8 mm.
Sólskinsstundir voru 4,4 fleiri en venja er í Reykjavík 126,4 og 12,8 færri en venja er á Akureyri 54,2.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica